Þótt þetta hafi verið æfingaleikur þá skiptir það ekki öllum máli.

Jon Steffansson (eins og hann heitir víst núna) kom inn á gegn Orlando Magic í nótt. Spilaði í heilar 18 mínútur. Tók 7 skot, 1 þeirra ofan í, 2 stig, 2 fráköst og 3 villur. Þótt þetta sé enginn úrvalsleikur, þá sýnir þetta hvað hann er óhræddur. Tekur bara 7 skot í sínum fyrsta leik þrátt fyrir að hitta ekki neitt. Spurning hvern hann hafi verið að dekka og hver hafi verið að dekka hann. Held hann hafi nefnilega spilað sem SG. Var hann að dekka T-Mac?? Nei, bara spyr.

Sá sem stal senunni í þessum leik, var hjá Orlando Gordon Giricek með hörkuleik á 29 mín, 7-12 í skotum, 5-7 þristar og 21 stig. Hjá Dallas var Marquis Daniels með 8-13 í skotum, 6 fráköst og 17 stig.

http://www.nba.com/games/20031007/ORLDAL/boxscore.html