Hvað með körfuboltamyndirnar??
Já ég ætlaði bara rétt að spurja um hvað varð um körfuboltamyndirnar sem allir söfnuðu einu sinni?? Ég sem hef átt heima út í Ameríku hef kynnst því að þar safna ALLIR íþrótta myndum bara alltaf. Þar ganga meira að segja verðmætar myndir á milli kynslóða fjölskylda! Hér þarf allt að vera í ´“tísku” til að einhverjir safna því. Mér skilst meira að segja að myndirnar séu ekki einu sinni seldar lengur! Ég vona bara að þessar myndir komi aftur upp eða bara að með tilkomu Jóns Arnórs verði NBA aftur vinsælt og að myndirnar komi aftur. Því sjálfur á ég heilan helling af þeim og væri til í að fara að skipta við alla og kaupa fleiri…