San Antonio vann leik sinn gegn New Jersey 79-84 og tók þar með forystu á ný í viðureignum liðanna í úrslitum NBA deildarinnar. Leikurinn var mjög jafn og spennandi allan tímann og á lokamínútunum skildu aðeins 4-5 stig liðin að en San Antonio stóð af sér öll áhlaup New Jersey manna. Staðan í viðureignunum er því 2-1 en næsti leikur fer aftur fram á heimavelli New Jersey á aðfararnótt fimmtudags.

Tony Parker spilaði frábærlega fyrir San Antonio og þá sérstaklega í fjórða leikluta þegar hann skoraði 11 stig af þeim 26 sem hann skoraði í leiknum. Næstur á eftir honum í stigaskorun en með ekki síðri leik var Tim Duncan sem skoraði 21 stig, tók 16 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Aðrir sem létu finna fyrir sér á köflum í leiknum voru Argentínumaðurinn Emanuel Ginobili og Malik Rose, þeir voru báðir með 8 stig.

Hjá New Jersey var það Kenyon Martin sem skoraði mest, 23 stig og tók 11 fráköst. Á eftir honum var það Kerry Kittles með 21 stig og Jason Kidd með 12 stig og 11 stoðsendingar.

Heimildir: www.sport.is

Kveðja kristinn18