Sælt veri fólkið. Þar sem Sýn ætlar ekki að gera neitt fyrir NBA áhugafólk nema að sýna skíta Lakers leiki þá reynir maður að notast við blessað internetið. Ég mæli með því að fylgjast með leikjum á www.espn.com/nba og nota þá Gamecast. Mig langaði þó að gera betur og skráði á mig fríkeypis (í 14 daga) RealOne Superpass sem á að gera mér kleift að hlusta á lýsingar beint að utan. Ég get horft á allt annað í spilaranum sem fylgir þessum passa nema beinu útsendingarnar.
Hefur einhver prófað þetta og fengið það til að virka?
Bestu kveðjur með von um að Lakers verði slegnir út.