Ég var að heyra í útvarpinu áðan að deildin verður með allt öðru sniði næsta vetur. Fækkað verður liðum niðrí 10 liða deild og 5 bestu saman í riðli og 5 slakari í hinum. Spiluð verður fjórföld umferð þ.e. í sitt hvorum riðlunum og A-riðillinn spilar 2 sinnum við hvert lið í B-riðlinum. Þetta gera 22 leikir og svo verður úrslitakeppni en ég veit ekki hvernig henni verður háttað. Sett verður einnig launaþak á leikmenn en hvert lið má ekki borga meira en 500.000 kr. fyrir erlenda sem og íslenska leikmenn.
Hvernig finnst ykkur þetta keppnisfyrirkomulag??? Allavegana finnst mér þetta frábær breyting :D