Sælir körfubolta aðdáendur nær og fjær.
Ég var að spá með þessa könnun, um hvort að erlendir leikmenn ættu að fá að spila á Íslandi, hvaða rök eru með því að erlendir leikmenn fái ekki að spila á Íslandi? Mig langar gjarnan að vita, því að ég sé þau ekki sjálfur. Þó svo að þeir séu í rauninni ekki að auka áhorf leikja þá mundi áhorfið minnka verulega ef engnir útlendingar, þá sérstaklega Bandraríkjamenn, væru ekki. Það eru fáir Íslendingar sem geta troðið í leik (það er eitt að geta troðið og annað að geta troðið í leik!) og það eru menn eins og Stevie Johnson og Ed Saunders verulega að laga. Sjálfur varð ég vitni af troðsluveislu hjá Saunders á leik ÍR og Keflavíkur (“því miður” sem stór stuðningsmaður ÍR). Einnig sýnist mér að ef engnir útlendingar væru þá væri þetta hálfgerð þriggjastigakeppni allan leikinn! Ég vil gjarnan fá að heyra skoðanir á þessu máli, þar sem þetta er nokkuð “heit” umræða í körfunni í dag.
kv.,
private 8ball