Lið Galatasary var að fá til liðs við sig Sultan Kosen, strák sem er fæddur 1982. Hann er frá Kiziltepe Köyü, sem er lítið þorp í austur Tyrklandi, rétt við landamæri Íraks. Þetta væri nú ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að þessi leikmaður er 242 cm á hæð, vegur 155 kg og notar skó númer 60!.
Kosen þarf að gangast undir skurðaðgerðir á hnjánum en er talinn eiga góðar batalíkur. Galatasary-menn binda miklar voninn við hann og ætla sér að gera körfuboltaleikmann úr honum á 2-3 árum. Það er ljóst að ef þessi drengur getur gengið og gripið þá verður hann valinn í NBA.
En þess má geta að læknar telja hann ekki enn hafa náð fullum vexti og talið er að hann muni á endanum verða 250 cm á hæð, eða 8 fet og 2 tommur sem er langt umfram þá stærstu í NBA.