jonkorn:
Helduru virkilega að eitthvað lið myndi hafna 8 feta leikmanni? Þetta er líklega heimskulegasti útúrsnúningur sem að ég hef séð. “allir í nba, vííí”
Ég held að Jois hafi sagt það sem segja þarf, hugsaðu um varnarhæfileikana sem þessi einstaklingur gæti haft. Hugsaðu þér að hann getur nánast troðið án þess að hoppa, eða kannski getur hann það. Í ofanálag er hann ekki einhver mjóna heldur nokkuð sterklega byggður.
Körfubolti byggist mjög mikið á hæð, því stærri sem þú ert, því auðveldara áttu með að ná fráköstum. Því stærri sem þú ert, því auðveldara áttu með að verja skot. Því stærri sem þú ert, því auðveldara áttu með að troða. Því stærri sem þú ert, því erfiðara er að skjóta yfir þig. Því stærri sem þú ert, því auðveldara er að pósta upp.
Auðvitað hefur það líka sína vankanta að vera stór, en 8 feta mönnum er ekki hafnað á hverjum degi.
Tökum sem dæmi, okkar eina og sanna Pétur Guðmundsson. Hann var valinn útaf hæð, engu öðru. Hann var ekkert sérstakur spilari, hann var bara svo ótrúlega stór að NBA liðin sáu sér ekki annað fært en að hafa hann innanborðs. Sjáðu til, leikmenn eru valdir í NBA fyrir tvær ástæður, önnur er hæfileikar, sem felst þá í því að vera góður leikmaður alhliða eða góður ‘role-player’ síðan er önnur ástæða og það er hæð. Sultan Kosen verður mjög líklega NBA leikmaður sökum síðari ástæðunnar. Lið munu líklega keppast um að fá hann, því hann gæti varið og breytt örugglega svona 20 skotum í leik.
Þú verður líka að horfa á þetta í víðara samhengi. Nú er Sultan Kosen að æfa, æfa og æfa, með bestu þjálfara Tyrklands sér innan handar og fær allt borgað, er líklega á launum og hefur það gott. Hann er gjörsamlega óskrifað blað, tabula rasa, ómótaður og því geta þjálfarar liðsins þjálfað hann gjörsamlega upp frá grunni og það verður vinnan hans næstu árin. Hann er 21 árs gamall á þessu ári, eftir c.a. 5 ár verður hann kominn í NBA, í seinasta lagi, að ég tel. Þá verður hann búinn að eyða fimm árum í að læra körfubolta eins og stór maður þarf að læra hann og verður full fær um að nýta sér hæð sína og þyngd.