Oft velja menn bestu leikmenn ársins og hefð er fyrir því að velja leikmenn Íslandsmótsins að úrslitakeppninni lokinni, en samt með þeim annmörkum að aðeins er tekið tillit til leikja í deildarkeppninni. Þetta fyrirkomulag er ekki sanngjarnt þar sem skærustu stjörnurnar skína yfirleitt í úrslitakepnninni en koma samt sem ekki til álita í vali bestu leikmanna.

Heimasíðan ætlar í gamni að velja lið deildarkeppninnar hér og nú og kannski verður lið ársins líka valið af heimasíðunni eftir að Íslandsmótinu lýkur. Skoðum málið.

Besti leikmaðurinn (allir taldir með, Kanar, Bosmenn og Íslendingar)
Til greina koma Stevie Johnson, Darryl Lewis, Darryl Flake og Damon Johnson. Allir hafa þeir sýnt góða tilburði og kannski hefur mest borið á Stevie Johnson, enda hefur hann skorað grimmt og borið lið Hauka uppi. En Lewis hjá Grindavík er einnig frábær og hefur leitt þunnskipaðan hóp Grindvíkinga til Deildarmeistaratitils og á mikinn heiður skilið fyrir það. Hann er sérstakur leikmaður sem getur sótt langt inn í teig andstæðinganna og skorar mikið þannig. Hann er sneggri og tæknilegri en hann virðist vera og er afskaplega flinkur. Flake hjá KR er ungur að árum en býr yfir frábærri tækni undir körfunum og leikur eins og reynslubolti. Sniðugt gæti verið fyrir unga “stóra” íslenska leikmenn að horfa á hreyfingar Flake og læra af þeim því þær eru sérlega árangursríkar. Um Damon þarf ekki að fjölyrða, hann hefur leitt liðið til þeirra tveggja titla sem mestu máli hafa skipt til þessa og er sérlega góður þegar á reynir, allir muna t.d. eftir lokakörfunni í Kjörísúrslitunum.

Niðurstaða:

Nr. 3: Damon Johnson, Kef – frábær þegar á reynir, en hefur verið rólegur inn á milli, kannski það besta eigi enn eftir að koma?
Nr. 2: Darryl Lewis, Grindavík – lætur lítið yfir sér, en skorar grimmt og nær árangri
Nr. 1: Stevie Johnson, Haukum – hefur gert Hauka að alvöruliði, hefur leikið hreint stórkostlega í vetur
Lið ársins:
Damon er íslenskur og því er erfitt fyrir aðra að keppa við hann um hver sé bestur, hann hlýtur að teljast sá besti. En við höfum ákveðið að velja fimm manna lið eftir leikstöðum og leyfa einn útlending líkt og tíðkast í Intersport-deildinni. Liðið er sem hér segir:

Helgi Jónas Guðfinnsson
Damon Johnson
Stevie Johnson
Hlynur Bæringsson
Friðrik Stefánsson
Besta félagslið vetrarins (áður en úrslitakeppnin hefst)
Til gamans veljum við líka “besta félagsliðið” út frá árangri í þeim þremur keppnum sem háðar hafa verið, Kjörís, Bikar og Intersport. Niðurstaða okkar er þessi:

Nr. 3 Haukar: Nr. 3 í Deildinni, undanúrslit í Kjörís, 16 liða úrslit í Bikarnum
Nr. 2 Grindavík: Deildarmeistari, nr. 2 í Kjörís, 16 liða úrslit í Bikarnum
Nr. 1 Keflavík: Bikarmeistari, Kjörísmeistari og nr. 2 í Deildinni


Af keflavik.is<br><br> latexlatex
latexlatexlatex
latexlatexlatex
latexlatexlatexlatexlatex
latexlatexlatexlatexlatexlatexlatex
————————————————-