Seattle unnu Clippers í nótt(1/3)og hafa nú unnið fjóra leiki(í röð) og tapað einum eftir að nýju leikmennirnir byrjuðu að spila með liðinu.
Ray Allen virðist passa vel inní liðið og hefur það ekki háð liðinu hingað til að hafa ekki “pjúra” leikstjórnanda í byrjunarliðinu. Allen og Brent Barry sjá að mestu um PG stöðuna en Kevin Ollie hefur einnig nýtt sín tækifæri vel.

Milwaukee gengur ekki eins vel eftir skiptin og hafa nú tapað þremur leikjum í röð eftir góða byrjun(unnu Portland á útivelli). Reyndar hafa þessi töp verið gegn sterkum liðum og aldrei um stóra skelli að ræða (3-9 stig). Gary Payton er með ca. sömu tölur í stigum og stoðsendingum og fyrir skiptin, en tekur mun færri fráköst með Milwaukee liðinu.

Of snemmt er að segja til um hvort liðanna hafi hagnast meira á þessum skiptum en það er nokkuð víst að Ray Allen og Seattle stjórnendur brosa breitt þessa helgina og sjá smá möguleika á að komast í úrslitakeppnina.

Stats. hjá Ray Allen með Seattle: 27,8.stig — 7,8.stoðs. — 7,4.frák. — 2st. 46,4% — 3.st. 37,5%
Stats. yfir tímabilið: 21,6.stig 3,9.stoðs. 4,9.frák.

Stats. hjá Gary Payton með Milwaukee: 22.stig — 8,75.stoðs. — 2.fráköst — 2.st. 48,4% 3.st. 27,3%
Stats. yfir tímabilið: 20,9.stig — 8,8.stoðs. — 4,6.frák.