Sama hversu góður þér finnst hann vera, þá eru svo rosalega margir í USA, Evrópu, S-Ameríku og Asíu sem eru jafngamlir eða yngri og miklu miklu betri en hann. Það er rugl að tala um 14 ára gutta sem góðan leikmann. Hann er kannski góður 14 ára leikmaður. Hann er efnilegur og hefur möguleika á að verða góður, en hann á eftir að þroskast MIKIÐ, taka út stærð og allan vöxt. Hann er ekki einu sinni orðinn leikmaður svona ungur.
Hann þarf helst að vera yfir 2 metra til að komast í NBA, nema að hann hafi BRJÁLAÐA leikstjórnanda hæfileika, sem ég veit að hann hefur ekki. Pabbi hans er tæplega 180 og bróðir hans er 175 cm. Brynjar verður ekkert miklu stærri en þeir.
Sjáðu bara Jón Arnór Stefánsson. Hann er 195 cm og með gríðarlega mikinn sprengikraft, en hann mundi aldrei verða neitt nema leikstjórnandi í NBA. Ég er ekki að tala um að Jón sé á leiðinni þangað, en ég segi ef. Það er mikið að gerast í körfubolta heiminum í Asíu og Austur Evrópu, og þar eru leikmenn með þvílíka tækni og að halda að 14 ára íslendingur eigi 90% líkur á að komast í NBA er mesti barnaskapur sem ég hef heyrt. Þeir sem komast í NBA frá Evrópu eru annaðhvort risastórar eða með ÞVÍLIKA hæfileika. Ég held þú vitir ekki alveg hvað þú ert að segja þegar þú sagðir þetta.
Ég man eftir honum í gamla daga, hann var byrjaður að skjóta á körfuna þegar hann var 5 ára. Kemur mér ekkert á óvart að hann sé efnilegur, þar að auki er mikil körfuboltahefð í fjölskyldunni hans.