Tek fram að ég er Orlando fan eins og einhverjir vita og Tracy er minn maður… ég ætla samt að reyna að miða þetta út frá staðreyndum (eins og ég sé þær) og reyna að vera ekki hliðhollur Tracy.
1) Kobe er heppinn með það að hann má eiga slæma leiki, því ef Shaq er heill þá getur hann tekið við. Þeir geta líka átt góða leiki saman (sbr. Lakers - Clippers: 33 og 32 stig). Hins vegar er verra fyrir Orlando að missa Tracy í slæmum leik. Það eru ekki margir í Orlando sem eru með kjarkinn eða þolið til þess að taka af skarið og skora þessi stig sem þarf. Darrell Armstrong, Drew Gooden núna og Gordan Giricek eru að skila sínu vel og svo er það Pat Garrity. Lakers er jú betra lið, en Orlando er heldur ekki slæmt. Hafa verið óheppnir og vantað gömlu lummuna, herslumuninn. Þannig tel ég að Tracy sér mikilvægari sínu liði heldur en Kobe. Tracy ber Orlando á herðum sér, bókstaflega.
2) Tracy er mjög góður í að skapa sér færi og nýta þau, enda afbragðs hittinn drengurinn. Hann fær aðstoð frá samerjum sínum þegar hann þarf þess en það hefur komið fyrir að aðstoð samherja hafi klikkað. Kobe er líka með eindæmum góður í þessu og það hjálpar honum gríðarlega mikið að hafa Shaq undir körfunni því það skal enginn reyna að segja mér að hann dragi ekki 2-3 leikmenn á sig, við það opnast Kobe en mér finnst hann ekki nýta það neitt gríðarlega vel. Auðvitað eiga menn sína upp og niður leiki, það gera allir. En persónulega finnst mér þeir frekar jafnir þó svo að ég gefi Tracy smá forskot fyrir að hafa ekki dominant miðherja undir körfunni til að draga að sér athygli. Kannski að Drew Gooden geti gert eitthvað, og þá kannski fer Tracy að skora meira. Niðurstaða: Jafnir að mestu leiti, Tracy stórutá framar.
3) Ég verð að segja að Kobe er að kreista sjálfan sig meira. Það er auðvitað bara mitt mat en stundum er hann með alveg hræðilega nýtingu. En eins og alvöru leikmenn gera þá á hann að senda boltann á aðra og leyfa þeim að njóta sín á meðan, sem hann gerir oftast. Tracy er í sömu sporum. Hann á sína góðu leiki og á það til að hitta alveg hræðilega hins vegar. Þó finnst mér Kobe oftar vera í því að halda one-man-show fyrir áhorfendur og highlightreel. Menn sem liðið treystir til að bera sig áfram í gegnum leiki eiga að hugsa meira um liðið heldur en Top 10 plays of the week. Báðir reyna þeir að gera skrautlegar körfur eða troðslur sem flestum dreymir bara um að geta, en persónulega held ég að Tracy sé að nýta sín færi betur og að hann hafi betri áhrif á liðið. Ég hef allavega aldrei vitað til þess að samherjar hans séu ósáttir við 30 til 40+ stig frá honum, en Kobe fær ekki alltaf góðar kveðjur frá Shaq og Phil. Mér finnst það sýna að Kobe sé að kreista sig meira og leyfa hinum ekki að spreyta sig þegar honum gengur illa. Allt í allt finnst mér Tracy eiga auðveldar með þetta og hann þarf líka að skila sínu, meira heldur en Kobe, enda fær hann ekki athugasemdir eins og Kobe.
4) Mjög jafnir. Mjög svo. Tracy er hærri og með lengri handleggi og ætti það að gefa honum forskot í vörn, en Kobe er betri varnarmaður. Hann stelur oftar og er meira í mönnum. Tracy er hins vegar meira sofandi í vörn en er þó ekki slæmur varnarmaður. Góður shot blocker og ágætis þjófur. Hvað varðar hraða þá eru þeir svipaðir, Tracy þó aðeins sneggri í fyrstu skrefum því hann er með ótrúlega langa leggi drengurinn. Hann smeygir sér framhjá varnarmönnum í 1-2 skrefum, þá er hann horfinn og kominn í troðslu. Sprengikrafturinn virðist stundum aðeins meiri í Kobe, en ég held líka að það sé af því hann reynir mun meira heldur en Tracy að kreista þetta út úr sér. Tracy bíður bara eftir sínum færum og þegar hann fær þau þá fáum við líka að sjá hann hlaupa eins og bandvitlaus sléttuúlfur. Kobe virðist s.s virkari en það er heldur ekki að ástæðulausu sem Tracy er kallaður Big Sleep, hann virkar oft sofandi í sókn sem vörn en svo líka tekur hann þvílíkar sprengjur. Þeir eru þó mjög jafnir í sóknargetu, en Kobe fær stórutána framyfir Tracy fyrir að vera örlítið betri varnarmaður.
5) Það væri í raun erfitt að ákveða hvor ætti að fá boltann. Ég er alveg viss um að Kobe mundi reyna að skjóta sjálfur þó hann væri ekki alveg opinn, en ef hann væri það þá mundi hann eflaust hitta, enda mikill skorari. Ef Tracy fengi boltann mundi hann drippla aðeins áfram og leita að opnu færi (1-2 sek) en ef hann sér það ekki, þá mundi hann eflaust dúndra honum út til hliðanna á Pat Garrity eða Gordan Giricek sem vonandi myndu hitta. Mér hefur alltaf fundist (ekki hliðhollur Tracy í þessum umræðum) að Tracy sé meiri liðsspilari heldur en Kobe, hann virðist meira leggja upp úr því að gera allt sjálfur og þess vegna er hann oft kallaður einspilari. En þarf hann þess ekki stundum? En eins og ég gaf í skyn þá væri erfitt að ákveða sig, Kobe gæti skorað úr þröngu skoti, Tracy gæti það líka, en ég held þó að Tracy væri viljugri til að senda boltann á annan mann ef hann treysti sér ekki í skotið vegna varnarmanns. Svo ég gef Tracy boltann en þó væri það ákveðið rétt áður en tímafresturinn rennur út til að senda boltann inn á…
6) Nei það er mjög vitlaust af Kobe að leggja sigur í hættu bara fyrir það eitt að komast í metabækur. Auðvitað er gaman að komast á blað sem einn mesti skorari fyrr og síðar, það er hann búinn að gera nú þegar. Tracy hefur líka gert það þó hann hafi ekki átt 9 leiki í röð með svona svakalegu skori. Hann heldur reynir það ekki, því hann veit að ef hann á leiki þar sem hann hittir illa, þá leggur hann liðið ekki í hættu. Mér finnst persónulega ekki réttlátt af Kobe að hugsa svona mikið um sjálfan sig þegar sigur hjá liði skiptir alla liðsmenn þess máli. 13 af 34 skotum er ekki góð nýting og þegar menn eiga svona leiki þá eiga þeir að vera gjarnari á að láta samherja sína skora og halda liðinu uppi. Góður leikmaður, superstar, er ekki bara skorari, heldur líka sterkur liðsmaður sem hugsar um liðið sem heild, en ekki bara einn leikmann og nokkra varamenn. Ég er ekki að segja að Kobe geri það, en stundum virkar það þannig, í mínum augum. Þannig að ég held að hefði Tracy gert þetta þá væri hann auðvitað að leggja Orlando í hættu með því að taka öll mikilvægu skotin sjálfur, en eins og ég sagði að ofan, hann hefur ekki marga leikmenn sem geta tekið af skarið. Hann hefur ekki Shaq til að taka við ef hann er að misnota skotin í gríð og erg… Í stuttu: Þetta er alvarlegra fyrir Kobe því hann hefur Shaq til að sjá um stigin ef hann getur það ekki, Tracy hins vegar leggur sitt lið alveg í jafnmikla hættu, en Orlando hefur meiri þörf á hans stigum. Það ættu flestir að sjá það…
Ég met þetta ekki út frá aðdáun minni á Tracy McGrady. Ég lít á Kobe Bryant sem mjög góðan leikmann og jafnvel þann besta í dag, en í mínum augum er Tracy betri heildarleikmaður þó svo að hann sé ekki með eins sterkar tölur á bakvið sig. Hann bara heldur meðalliði uppi á herðum sér á meðan Lakers með Kobe og Shaq í fararbroddi halda áfram að vera sem Lakers, sem er afbragsðlið. Gef Tracy stórutána aftur fyrir það eitt að vera með meðallið með sér en þó halda því uppi með því að spila vel og vera einn af 3 bestu í deildinni. Topp 3 eru aðvitað Tracy, Kobe og Garnett (ekki í neinni röð)…
En… eru þeir ekki að spila vel báðir og skemmta okkur? Segjum bara að þeir séu jafnir. Enda eru þeir það í raun… það er hægt að metast um þetta endalaust. Kobe hefur hringa á fingrum sér, Tracy ekki. Enda er Kobe í Lakers með Shaq. Tracy er í Orlando og með meðallið með sér, sem á það til að spila eins og meistarar.
Kobe vs. Tracy = Endalausar framlengingar…<br><br><b>“You too will come to understand fear, as I have”</b>
<i>-Pious Augustus-</i>
<font color=“#FF0000”><a href=“mailto:arnarfb@mmedia.is”>E-mail</a> | <a href="
http://kasmir.hugi.is/jonkorn“>Kasmír síðan!</a> | <a href=”
http://jonkorn.tk“>Hin síðan!</a> | <a href=”
http://www.cardomain.com/id/jonkorn"> Cardomain síðan!</a></font