Nú á dögunum rak Njarðvík kanann hjá þeim, G.J. Hunter. Hunter var með fína statsa 24.7 stig og rúm 7 fráköst en var með leiðinlegt attitude og spilaði lélega vörn.

Núna eru uppi sögusagnir samkvæmt íslensku eurobasket síðunni að pointarinn Tyson Patterson sem var hjá Grindavík í fyrra sé á leiðinni til Njarðvíkur. Patterson sem er undir 170 cm var mjög skemmtilegur í fyrra, spilar fyrir liðið, gefur margar stoðsendingar og skorar mikið.

Ef hann kemur ætti það að styrkja liðið mikið, þeir hafa verið í vandræðum í vetur, lélegur mórall í liðinu sem og áhorfendum og eru í 5-6 sæti.

Þrátt fyrir að ég haldi sé alls enginn Njarðvíkur maður þá vona ég að hann komi aftur enda var gaman af honum í fyrra og hann gæti sett meiri spennu í úrslitakeppnina.

————————-
Zake