Í raun er enginn nýliði að slá í gegn. Held að enginn nýliði sé með yfir 14 stig að meðaltali í leik. Þeir eru reyndar allir í ömurlegum liðum fyrir utan Yao Ming og Amare Stoudamire. Yao Ming er ekki með flest stig í leik, það er Dajuan Wagner og Caron Butler. Meira að segja Amare Stoudamire er með fleiri fráköst heldur en Yao Ming.
Það er auðvelt að velja þá tvo fremstu nýliðina, en framhaldið er aðeins erfiðara. Mér finnst röðin vera svona: Yao Ming(valinn #1), Amare Stoudamire #9, …og síðan hinir, Néne Hilario (sá skásti í sorglegu liði Denver) #7, Drew Gooden #4, Caron Butler #10, Jay Williams #2 (ekki nógu hittin, en verður örugglega ansi góður), Dajuan Wagner (í glötuðu liði Cleveland, skorar rúm 14 stig en hræðileg skotnýting), Carlos Boozer (annar Cleveland gæji) og jú, líka þessi Gordon Cricikicieitthvað. Samt erfitt að dæma um þetta, því að margir eru í lélegustu liðunum.
Helstu vonbrigðin mundi ég segja, Mike Dunleavy #3, Chris Wilcox held #8, Georgíumaðurinn held #5 og kannski einn í viðbót.