Það ætlar ekki af Grindvíkingum að ganga! Fyrr í vetur meiddist miðherjinn Dagur Þórisson og verður ekki meira með í vetur (Bosko Boskovic kom til liðs við liðið en hann hefur ekki byrjað vel, frekar þungur, en kannski rætist úr honum). Fyrirliði liðsins til marga ára og einn leikreyndasti maður liðsins, Pétur Guðmundsson, hefur ekki jafnað sig af meiðslum í ökkla, og hefur hann ákveðið að hvíla það sem eftir lifir vetrar. Bjarni Magnússon, sem einnig er mjög leikreyndur og góð þriggjastigaskytta, getur ekki leikið meira með liðinu í vetur þar sem hann býr í Rvk. og vinnur þar og getur ekki haldið áfram að leika með Grindavík vegna anna.

Eins og sjá má eru þrír góðir leikmenn ófærir um að leika með liðinu, og auk þess er þriggjastigaskyttan rosalega, Guðlaugur Eyjólfsson, nýkominn úr aðgerð, og verður ekki með á næstunni. Liðið hefur þó haldið sýnu striki, og heldur því vonandi allt til loka Íslandsmótsins, þegar Íslandsmeistaratitillinn verður kominn í hús :)
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _