Jæja, nú er að koma að því að Damon Johnson fái íslenskann ríkisborgararétt(held ég alveg örugglega). Ég er búinn að heyra að Damon setti í samninginn sinn við Keflavík að ef hann fengi íslenskann ríkisborgararétt um jólin þá mætti hann fara til Evrópu í annað lið.
Ef að þetta er rétt þá er þetta mjög slæmt mál fyrir Keflavík, þ.e.a.s. þeir þurfa að leita að nýjum útlending og það tekur náttúrulega tíma fyrir hann að aðlagast Keflavíkurliðinu.

Ég er ekki að segja að þetta myndi feykja Keflvíkingum úr toppbaráttunni en engu að síður er þetta ekki gott mál því að Damon er einhver besti leikmaður sem hefur leikið hér á landi.