Það er alveg satt að Iverson átti ekki góðan dag, hins vegar eru Hill og McGrady að koma á óvart með því hversu vel þeir spila saman án þess að hafa spilað marga season leiki saman. Þeir hafa þann kost að ef annar verður þreyttur sem play maker þá skipta þeir og hinn tekur af skarið sem stigamaskína en hinn sem truflun því aðrir halda auðvitað að play makerinn ætli að gera eitthvað til að skora, en þá allt í einu kemur hinn inn í þetta og ruglar upp öllum varnarþreyfingum andstæðinganna. Þeir s.s geta skipt um stöður sín á milli þegar þeim hentar og ruglar það andstæðinga svolítið, mikið.
Einnig eru þeir erfiðir fyrir aðra bakverði deildarinnar vegna hæðar þeirra. Báðir um 2 metrar meðan flestir SG og PG eru um 180-200cm. Hver sentimeter í körfubolta hefur áhrif eins og við vitum. Doc Rivers hefur látið Hill spila sem playmaker hluta af leikjunum og hefur það virkað mjög vel. Það er ekkert grín að vera t.d 180cm PG og fá Grant Hill á móti sér því Grant Hill er MJÖG snöggur miðað við marga aðra. Svo allt í einu skipta þeir um stöðu og þá er Tracy kominn upp sem playmaker og Hill útum allt að leita að opnu færi. Þetta segir bara eitt að margir hægari og minni leikmenn eiga eftir að lenda í vandræðum með þetta. Þar að auki eru Orlando með tvö eldsnögga sem aðalplaymakers, Darrell Armstrong (vanmetinn snillingur!!!) og Jaque Vaughn sem báðir eru eins og pílur um gólfið.
Það vita það flestir að Orlando er ekki með neinn Super-Center. En það sem þeir hafa eru RoSaLeGaR skyttur. Það þarf ekki að nefna fleiri en McGrady, Hill, Mike Miller, Pat Garritty, Darrell Armstrong og Vaughn. Þeir hafa hins vegar Shawn “Ronald McDonald” Kemp, Ryan Humphrey sem er að standa sig ágætlega, Pat Burke sem er 29 ára rookie og er að gera góða hluti og svo klumpinn Andrew DeClercq. Horace Grant er meiddur eins og er en kemur aftur innan tíðar… Þetta líta margir á sem slæman hlut, þ.e að hafa ekki almennilega center. En þessir centerar sem þeir hafa eru að koma á óvart sem rebounders og ágætis varnarmenn, og þar að auki eru skytturnar að búa til vandræði fyrir andstæðinga með því að draga þá út fyrir 3p-línuna og opna leiðina fyrir Hill og T-Mac. Eins og Pat Riley sagði eftir Miami leikinn að þá eru þeir að búa til það mikið af opnum færum að þeir einfaldlega vaða að körfunni og leika sér. Lið sem getur gert það án þess að hafa big-name miðherja hlýtur að vera gott lið…
Það er ekki slæmt að vera með T-Mac, Hill, Armstrong, Garritty og Burke inná vellinum og getað gripið í Mike Miller, Jaque Vaughn, Kemp og Humphrey af bekknum… þétt lið að mínu mati.
Ég held að Orlando eigi eftir að koma á óvart í ár bæði sem sterkt lið sem og skemmtilegt. Ég meina, T-Mac og Hill… úff. Þvílíkt dúó ef allt gengur upp! Þið getið ekki neitað því!<br><br><i> “What if everything you see is more than what you see, the person next to you is a warrior and the space that appears empty is a secret door to another world? What if something appears that shouldn't? You either dismiss it, or you accept that there is much more to the world than you think. Perhaps it really is a doorway, and if you choose to go inside, you'll find many unexpected things.” </i>
<b> -Shigeru Miyamoto </b>
<a href="
http://kasmir.hugi.is/jonkorn"> Kasmír síðan! </a