Það mætti segja að heldur betur óvænt úrslit urðu í gærkvöldi þegar núverandi Íslandsmeistarar Njarðvíkur tóku á móti hinu litla liði Vals sem var spáð neðsta sæti deildarinnar , en Valsmenn sigruðu Njarðvík með 70 stigm gegn 66 og mætti segja að þetta séu óvæntustu úrslit það sem af er af leikjum deildarinnar.

Strax á fyrstu mínútunum sýndu þeir Valsmenn að þeir ætluðu sér sigur í ljónagryfjuni og skiptust liðin mikið á forystuni í fyrsta leikhlutanum en heimamenn höfðu þriggja stiga forystu eftir fyrsta leikhluta 18-15. Í öðrum leikhluta náðu gestirnir að sigla frammúr Njarðvík með frábærum fjórðung hjá Bjarka Gústafssyni , Valsmanni sem gerði 10 stig á stuttum tíma og höfðu Valsmenn yfir 31-38 í hálfleik , þar af 18 stig frá Lawrence Smith valsmanni. Valsmenn skoruðu 6 fyrstu stigin í þriðja leikhluta og leiddu þeir valsmenn eftir þriðja með 9 stigum 44 - 53. Nú var bara að duga eða drepast fyrir lið Njarðvíkur ef að þeir ætluðu sér sigur í þessum leik og gaf Ragnar Ragnarsson Njarðvík von á lokakaflanum þar sem hann gerði átta fyrstu stig sinna manna og þá var munurinn kominn niður í þrjú stig þegar tvær mín voru eftir . Lawrence Smith kom Valsmönnum 6 stigum yfir 60-66 þegar mínúta var eftir en á kom Ragnar Ragnarsson til bjarga og setti eina þriggja stiga körfu niður og víti þar að auki og minnkaði þar af leiðandi muninn niðrí 2 stig og aðeins 40 sek eftir. Það var ennþá von fyrir Njarðvíkur menn. En Valsmenn tóku sér sinn tíma eftir það og þegar lítið var eftir af skotklukkuni skoraði Hinrik Gunnarson úr erfiðu skoti og kom Val 64-68 yfir og 18 sek eftir. Nú var það aðeins einn möguleiki hjá Njarðvíkurmönnum og það var að skora strax og brjóta svo af sér. Það gerði hann Pete Philo með því að setja 2 vítaskot ofan í og brutu þeir svo strax af sér svo að valsmenn fóru á línuna. Það kom í hlut Lawrence Smith að innsigla sigur Val sem hann gerði af línuni og sigur þeirra var í höfn.
“Frammistaðan hér er til skammar” sagði þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn “ Ekki það að tapa fyrir Valsmönnum heldur það að mínir menn mæta hér til leiks án þess að leggja sig fram og það á sínum eigin heimavelli, nýbúnir að tapa hér” sagði Friðrik Ragnarsson þjálfari Njarðvíkur.

Stigahæstu menn Njarðvíkur voru þeir Pete Philo (18) og Ragnar Ragnarsson (16). Stigahæstu menn Vals voru þeir Lawrence smith (29) og Bjarki Gústafsson með 14 stig.

Önnur Úrslit kvöldsins voru þau að Keflavík fóru létt með Skallagrím í keflavík og sigruðu þá öruglega með 119 stigum gegn 84.