Núna er Intersport deildin komin á stað, en í gær og í dag (10.10 og 11.10) voru fyrstu leikirnir spilaðir. Haukar mættu Breiðablik, Valur mætti Grindavík, Snæfell mætti Tindastól, Njarðvík og Keflavík kepptu, ÍR og Skallagrímur og loks Hamar og KR

VALUR - GRINDAVÍK : 60 - 110

Það sást mjög vel að Grindavík eru miklu sterkari en Valur allt frá fyrstu mínútu í þessum leik. Þeir skoruðu fyrstu 10 stigin og Valur átti aldrei möguleika að ná þeim. Þeir voru komnir með meira en helmings forskot eftir fyrsta fjórðung og staðan var 23 : 65 í hálfleik. Þeir héldu síðan áfram að bæta muninn í seinni hálfleik og hann endaði 60 : 110.
Hjá Val var nýji kaninn þeirra, Laverne Smith sá eini sem var að spila vel og hann virðist vera ágætur fengur fyrir Val. Hann var stigahæstur með 22 stig og síðan komu Bjarki Gústafsson og Ólafur Ægisson með 9 stig.
Liðsheildin hjá Grindavík virðist vera mjög sterk, þeir spiluðu vel saman og andinn virtist góður hjá þeim. Darrel Lewis var mjög góður, bæði í vörn og sókn og Páll A. Vilbergsson átti líka góðan leik. Helgi Jónas spilaði bara í fyrri hálfleik og stóð sig vel. Stigahæstir hjá þeim vou Darrel Lewis með 30 stig og Páll A. Vilbergsson með 23.
MAÐUR LEIKSINS: Darrel K. Lewis Grindavík

HAUKAR - BREIÐABLIK : 91 - 79

Í fyrra voru Blikanir þeir sem komu mest á óvart en Haukar þóttu spila leiðinlegan leik og voru oft að skora aðeins 60 - 70 stig í leik. Núna virðist það hinsvegar breytt og bæði lið spiluðu skemmtilegan og léttleikandi bolta.
Fyrsti fjórðungur var í allan tíman í járnum og staðan var 25 - 23 Haukum í vil eftir hann. En í miðjum öðrum fjórðung tóki Haukanir góða rispu þar sem Stevie Johnson spilaði óaðfinnanlega og staðan var 54 - 40 eftir fyrri hálfleik. Kananir tveir, Stevie Johnson og Kenny Tate hjá Breiðablik áttu báðir frábæran fyrri hálfleik og Stevie var með 31 stig og Tate með 22 eftir fyrri hálfleik.
Seinni hálfleikur var heldur rólegari en sá fyrri, Haukarnir spiluðu agað og rólega og Blikanir náðu ekki að saxa á forskot Haukanna og leikurinn endaði 91 - 79. Hjá Haukum var Stevie Johnson lang bestur, skoraði 40 stig og tók 14 fráköst, þar af 7 sóknarfráköst og Predrag “Kuki” Bojovic átti líka fínan leik, en hjá Blikunum var Kenny Tate bestur, með 35 stig, og 15 af 20 skotum hans fóru oní, og Pálmi Sigurgeirsson átti líka ágætan leik.
MAÐUR LEIKSINS: Stevie Johnson Haukum

SNÆFELL - TINDASTÓLL : 84 - 86

Tindastóll sigraði Snæfell með tveggja stiga mun í spennuþrungnum leik. Í fyrsta fjórðung var mjög lafnt á með liðunum en í ðrum fjórðung náði Tindastóll forustu með mjög sterkum varnarleik sem þeir héldu mestallann leikinn. Clifton Cook í Tindastól átti frábæran fyrri hálfleik og mun jafnara hefði verið með liðunum ef hann hefði ekki verið þarna og Clifton Bush var sterkur hjá Snæfelli.
Í seinni hálfleik hélt Tindastóll forskotinu allan þriðja leikhluta en í byrjun þess fjórða náði Snæfell að komast yfir, í 65:64 en Tindastóll náði síðan aftur forskoti. Í lokin gat Snæfell jafnað en hræðileg vítanýting þar sem þeir hittu aðeins úr 1 af 6 seinustu vítunum klúðraði möguleikanum. Lokatölu 84 - 86.
Hjá Tindastól var Kristinn Friðriksson sterkur og Clifton Cook í fyrri hálfleik, en það sást ekkert til hans í seinni hálfleik. Hjá Snæfelli áttiu Clifton Bush og Jón Ólafur Jónsson mjög góðan leik, Clifton skoraði 28 og Jón 19, og Helgi Reynir Guðmundsson var fínn.
MAÐUR LEIKSINS: Clifton Bush Snæfelli

HAMAR - KR : 95 - 96

Það var hörkuspenna í lokin í leik Hamars og KR í Hveragerði og KR sýndi mjög góðan leik í að vinna upp 15 stiga forskot Hamars eftir þriðja leikhluta. Darrel Blake átti fránæran leik í lokin og tryggði þeim sigurinn með vítaskoti á lokasekúndunum. Hamar átti fyrri hálfleikinn og virtist öruggt með sigurinn en staðan eftir hann var 60:41 Hamar í vil. KR-ingar voru að spila lélega vörn og voru að missa boltann alltof oft í fyrri hálfleiknum.
En í þriðja leikhluta virtist KR liðið loks hafa dottið í gang og þeir náðu að minnka forskotið niður í 67:60 en þá náði Hamar sér aftur á strik og eftir þriðja leikhlutann var staðan 84:69. En í fjórða leikhlutanum var eins og nýtt KR lið væri komið. Þeir spiluðu frábæra vörn og útilokuðu alveg Robert O’ Kelly frá leiknum. Þeir unnu jafnt og þétt á forskotið og í lokin tryggði svo Darrell Blake þeim sigurinn veð því að skora úr vítaskoti þegar 11 sek. voru eftir. Hamarsmenn gátu skorað og unnið þá leikinn en þeir náðu ekki að skora.
Darrell Flake var langbesti maður KR og skoraði 39 stig og tók 14 fráköst en hjá Hamar var Robert O’ Kelly frábær og skoraði líka 39 stig þótt að hann skoraði næstum ekkert í seinasta leikhluta.
MAÐUR LEIKSINS: Darrell Flake KR

ÍR - SKALLAGRÍMUR

Þrátt fyrir að Skallagrímur var spáð fallsæti þá sýndu þeir að þeir geta vel staðið í hárinu á betri liðunum og áttu góða möguleika á sigri hérna á heimavelli ÍR. Eftir fyrsta leikhluta virtist ÍR ætla að fara létt með þennan leik en Skallagrímur barðist vel og náði að komast yfir í stöðunni 44:45. Efftir það voru liðin mjög jöfn og það var ekki fyrr en 13 stig í fjórða leikhluta að ÍR-ingar virtust ætla að vinna leikinn, en Skallagrímur hafði verið kominn í 69:75. Lokatölur: 86 - 81.
Hjá ÍR-ingum var Eiríkur Önundarsson langbestur, skoraði 30 stig og þaraf 15 í fyrsta leikhluta. Skallarnir voru frekar jafnir, Isaac Hawkins skoraði 19 stig, Pétur M. Sigurðsson 14 og Egill Örn Egilsson 11.
MAÐUR LEIKSINS: Eiríkur Önundarsson ÍR

NJARÐVÍK - KEFLAVÍK

Njarðvík - Keflavík varð enn ein hörkuspennandi viðureignin í þessari umferð. Meistaranir í Njarðvík kepptu á móti þeim sem var spáð titlinum. Njarðvík byrjaði betur og staðan var 19:10 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhlutanum var það hinsvegar Keflavík sem réði lögum og lofum og rústaði honum með Damon Johnson í fararbroddi 17:38 og staðan eftir hann var 36:48. Í þriðja leikhlutanum minnkaði Njarðvík muninn örlítið en Keflavík spilaði fína vörn og staðan eftir hann var 59:64, Keflavík í vil. En í fjórða leikhlutanum spilaði Njarðvík mjög góða vörn og lokaði öllum leiðum og með Pete Philo í fararbroddi jafna leikinn og seinni helmingin af leikhlutanum skiptust liðin nánast á að skora þangað til að Páll Kristonsson skoraði fyrir Njarðvík og kom þeim í 83:81. Damon Johnson reyndi síðan að drivea að körfunni þegar leiktíminn var að renna út en Njarðvíkingar náðu boltanum og héldu honum.
Pete Philo átti góðan leik fyrir Njarðvík og Friðrik Stefánsson var sterkur í vörninni. Hjá Keflavík Damon Johnson bestur með 23 stig.
MAÐUR LEIKSINS: Pete Philo Njarðvík

Miðað við þessi úrslit virðist þetta mót verða mjög jafnt og ég hugsa að þetta verði eitt skemmtilegasta mótið í langan tíma.
Mín spá: 1 Keflavík 2. Njarðvík 3. KR 4.Grindavík 5. Haukar 6. ÍR 7.Hamar 8.Breiðablik 9.Tindastóll 10. Snæfell 11. Skallagrímur 12. Valur

P.S. Þetta var ekki tekið beint upp úr neinum fjöllmiðli.
(heimildir:Morgunblaðið)