Síðan síðasta “old school” súperstjarnan, Mikjáll Jórdan, ákvað loks að hætta hafa stigið á stokk nýjar stjörnur, bara ný tegund af nba leikmönnum sem eru þrátt fyrir ungan aldur ótrúlegir…
Kevin Garnett er án nokkurs vafa hreint ótrúlegur, hann er 6“11 á hæð en getur dripplað og gert alls kyns kúnstir, hann er sterkur á póstinum og hefur gott skotjafnvægi….Hann er líka leiðtogi og hefur sýnt að hann getur axlað þvílíka ábyrgð…
Jason Williams er frábær týpa, hann er svona Eminem týpa að sumu leiti. Hann er ekki góð fyrirmynd og er nýkominn úr 5 leikja banni..hann er samt uppáhaldsgaurinn minn, hann gefur ótrúlegustu sendingar sem maður hefur séð og minnir óneitanlega á Pistol Pete Marvich. Jason og Chris Webber ná vel saman í Sacramento og voru ásamt Vlade Divac leiðtogar liðsins en núna er Divac hættur. Jason getur nelgt þriggja stiga körfum og gefið með olnboganum…need i say more=)
hhhmmsss…Air Canada..does that ring a bell?
Vince Carter hefur lært listina að fljúga með því að horfa á Jordan spólur. Carter kom eins og Jordan frá North Carolina háskólanum, og þar sem Carter er Jordan fan frá helvíti, hefur honum verið líkt við goðið. Jordan var spurður hvað honum þætti um háloftafuglinn, hann svaraði eitthvað á þann máta að Carter væri of mikið ”the Good guy" og hefði of gott orð á sér. Carter fór með Landsliðið USA þá var Carter með alskyns stæla og lenti í slagsmálum, bara til þess að ganga í augun á goðinu =)