En síðan eru það útileikirnir, þeir virðast ætla að verða Rockets mönnum óþægur ljár í þúfu, þar er hlutfallið fimm tapaðir en aðeins einn unninn, sem var á móti Indiana og endaði hann 101-89.
Nú síðustu nótt töpuðu Rockets úti fyrir Boston, Mobley var stigahæstur í slöppu liði Rockets með 17 stig sem í voru mjög slakir í fyrstu þremur leikhlutum leikins, töpuðu fyrsta 17-30, síðan 11-14 og loks þriðja 23-30. Þeir tóku sig svo saman í andlitinu í 4. leikhluta og unnu hann 30-22, en því miður var það of seint og leikurinn endaði 96-81 Boston mönnum í hag.
Næsti leikur er á laugardaginn, útileikur á móti Miami. Miami eru með vinningshlutfallið 5-6 og aldrei að vita nema að Houston vinni sinn annan útileik á laugardaginn :)
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _