NBA leikmannakokkteillinn í dag Það styttist óðum í nýtt tímabil í NBA deildinni, gaman gaman. Mikið um leikmannaskipti sem er hið besta mál, ágætt að hrista aðeins í þessum stóra leikmannakokkteil sem NBA hefur að bjóða upp á (verst hvað hann getur stundum verið bragðdaufur og súr). Ég ætla með þessum ræfilspistli, sem er reyndar frekar langur, aðeins að renna lauslega yfir leikmannahreyfingar eins og staðan er í dag. Ég ætla mér á engan hátt að vera fara einhvað smátt ofaní saumana. Þetta er meira gert til gagns og gamans. Ef ég er að gleyma einhverju eða einhverjum þá er ég ekkert voðalega leiður yfir því.

Ég tek það líka fram að ég er ekkert voðalega hlutlaus, ef mér finnst einhver feitur þá læt ég mitt álit á því flakka. :) Þetta er mitt persónulega álit og ég meina ekkert illt með því. Og ef einhver getur lesið alla greinina innan á við 2 mínútum, þá er hinn sami hetja og verður sæmdur Fálkaorðunni.

Heimildir eru teknar þvers og kruss um lendur netsins(nema allt bullið, það kemur frá hjartanu). Njótið!

<B>ATLANTA</B>: Byrjum á að afgreiða nýliðana, þeir eru 2. Annar er Ástrali, David Andersen, 7 feta risi sem er skráður sem Forward. Hinn heitir Dan Dickau, 6 feta Guard frá Gonzaga(Sami skóli og Hinn Guðdómlegi gekk í). Síðan má ekki gleyma nýjasta viðbótin í safnið…dadarra! Glen Robinson. Síðan er skinkugaurinn Darvin Ham kominn til að leiða liðið til sigurs.
Ég ætla ekkert að eyða of mörgum orðum í hvað þetta lið á eftir að gera í vetur…örugglega sama og síðasta vetur, ekki neitt.

<B>BOSTON</B>: Mikið að gerast í Boston þessa daganna. Vin Baker er kominn í bæinn og ég veit ekki hvort hann eigi eftir að geri einhverjar meiri rósir í Boston en hann gerði í Seattle. Shammond Williams fylgdi með í bónus, en þeir létu Kenny Anderson, Potapenko(mikil eftirsjá) og Joseph Forte(Vindill) í staðinn. Af nýliðum eru 2 nöfn, Omar Cook 6-1 Guard og Darius Songaila 6-9 Forward. Ég held samt að Boston hafi náð að styrkja sig frekar en hitt.

<B>CHICAGO</B>: Bull Bull Bull Bully for you. Greyin gátu ekkert í fyrra og munu ekki geta neitt næsta vetur heldur. Auminginn Donyell Marshall ákvað að yfirgefa hið sterka og myndarlega lið Utah Jazz til að geta spilað með smábörnum. Að vísu fengu þeir einn góðan nýliða, Jay Williams(enn einn helv. Williams, hvað eru þeir eiginlega margir í NBA deildinni? Ég taldi þá og þeir eru 11 talsins!) Charles Oakley er ennþá þarna, ég efast um að Bulls haldi honum áfram, come on! Hann er búinn að vera í bransanum í 17 friggin´ ár! Hann er farinn að nota göngugrind, já! Göngugrind! Bulls eiga eftir að koma skemmtilega á óvart í vetur þegar Jabba the Krause ákveður að skipta Jay Williams fyrir Potapenko. Snjallt! Erþakki?

<B>CLEVELAND</B>: Þetta lið á eftir að verða spúttnik liðið í vetur, ekki smurning. Til að byrja með heitir einn nýliðinn Carlos Boozer(fyllibytta?) Ricky Davis er mættur á svæðið ásamt Brian “Hörkutól” Skinner. Og síðan er það rúsínan í afturendanum…Darius Miles sem kom í staðinn fyrir Andre Miller Ekki má gleyma gömlu kempunni honum Nick Anderson sem kom skokkandi frá Memphis. Síðan gerðu Cavs treit-deal við Phoenix…fengu hinn eitraða leikstjórnanda Milt Palacio í staðinn fyrir framtíðar second-round pikk í nýliðavalinu. Skiptu á Lamond Murray til Toronto og fengu Michael Stewart í staðinn til að skipta á bleyjum. Síðan eru margir ungir og gamlir leikmenn í bland. Þetta verður hörkulið, ég spái því.

<B>DALLAS</B>: Ekkert skemmtilegt að gerast hjá Dallas frekar en fyrri daginn. Einn aumur nýliði, Mladen Sekularac, 6-8 Guard frá Júgóslavíu. Annars er ekkert nýtt að frétta, jú fyrirgefið…Stjáni Blái (Popey Jones) ætlar að berja á mótherjum í vetur af öllu afli. Kannski missa þeir kommúnistann frá Kína vegna deilna hans við Kínversk yfirvöld, þekki ekki alveg þá sögu.

<B>DENVER</B>: Þeir voru einu sinni kallaðir Denver Djókurinn en ekki í dag, svo mikið er víst. Stór skipti í gangi hérna…Antonio McDyess fyrir Marcus Camby og Mark Jackson(sem þeir eru búnir að losa sig við). Síðan fær Hamborgara Hardaway ekki að leika meira fyrir Denver. Nýliði=Nikolos Tskitishvili(púff! erfitt að skrifa þetta hvað þá að bera þetta fram!). Held að það verði gaman að fylgjast með framförum Denver manna í vetur.

<B>DETROIT</B>: Komnir með horrengluna Richard Hamilton frá Wizards, létu Jerry “leimmér-að-skjóta-á-körfuna-alltaf” Stackhouse í staðinn. Fengu síðan í bonus Huber Davis og Bobby Simmons fyrir Brian Cardinal og Ratko Varda. Ég efast um að Detriot eigi eftir að gera einhverja stormandi lukku í vetur, en aldrei segja aldrei…ekki nema stundum.

<B>GOLDEN STATE</B>: Eina merkilega sem Golden State Warriors hafa gert í undirbúnings tímabilinu er að drafta nýliðan Mike Dunleavy jr. Allir vita hver pabbi hans er svo ég eyði engum orðum í það. Golden State á eftir að prumpa á sig í vetur. Amen.
P.S. Larry Hughes fór til Washington á frjálsum samningi(free-agent)

<B>HOUSTON</B>: Þeir duttu í lukkupottinn þegar þeir fengu fyrsta valrétt í nýliðavalinu. Að sjálfsögðu tóku þeir dverginn frá Kína, Ming Yao(7´5”). Tóku inn 2 aðra nýliða, Bostjan Nachbar og Tito Maddox. Dömpuðu svo Kevin Willis sem var orðin free-agent til San Antonio. Houston verða í toppslagnum í vetur, ekki spurning um það.

<B>INDIANA</B>: G E I S P ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! Bruno Sundov fer til Boston og þeir drafta Fred Jones nr.14 í nýliðavali. Boring stuff. Ó, sorry, Erick Strickland er líka með.

<B>LA CLIPPERS</B>: Spútnik lið síðasta árs. Þeir eru eiginlega með sama mannskapinn og í fyrra, fyrir utan auðvitað nokkra nýliða og síðan að sjálfsögðu Herra spútnik himself, Andre Miller, hinn geysiöfluga bakvörð sem kom í skiptum frá Cleveland í staðinn fyrir Darius Miles. Clippers eiga eftir að verða öflugir.

<B>LA LAKERS</B>: Það þarf ekkert að hafa mörg orð um þetta lið. Allir vita hvað þeir geta og munu reyna að gera. Smá pínkupons treit í gangi, Lindsey Hunter og nýliðinn Chris Jeffries fóru til Toronto í staðinn fyrir Tracy Murray og nýliðann Kareem Rush, og ekki má gleyma hinum snaggaralega A.J. Guyton sem kom á frjálsum frá Chicago. Verða þeir ekki í þessum toppslag enn og aftur? Ég spái því. Ekki nema að Kobe og Shaq reka báðir stóru tærnar í þröskuldinn og geta ekkert spilað í vetur…held ekki. En spurning hvort að þeir nái að knýja fram 4. titilinn í röð, það eru mörg lið sem ógna þeim, má kannski helst nefna í því sambandi hið geysilega sterka lið Utah Jazz, sem…ja…allir vita nú hvað býr í. Lakers verða í slagnum. Ég veðja á undanúrslitin.

<B>MEMPHIS</B>: Held að þeir eigi metið í nýliðum. Fimm friggin´ stykki!! og ég nenni ekki að telja þá upp. Ef þú vilt skoða þá farðu þá <A HREF=http://www.nba.com/grizzlies/roster//>hingað</A>. Skotmaskínan Wesley Person er kominn til Grizzlies, þeir létu Nick Anderson í staðinn til Cleveland. Þetta er ungt lið og mjög skemmtilegt, ég vona að flónin á Sýn sjái nú að sér og leyfi okkur að njóta ferskleika og kraftsins sem býr í þessu flennigóða liði með því að sýna okkur allaveganna einn leik með þeim. Grizzlies koma á óvart í vetur, aðallega sjálfum sér þá.

<B>MIAMI</B>: Sama súpan hérna nema að Caron Butler var valinn í nýliðavalinu(nr.10). Held að sá strákur eigi eftir að peppa upp í Miami liðinu svolítið. Þeir þurfa þess greyin. Hey! Gettu hvað?! Chris “Greyið” Gatling var látinn taka pokann, er farinn til evrópu að spila. Síðan nældu Heat í Travis Best. Gott hjá þeim.

<B>MILWAUKEE</B>: Bucks já, hvað er hægt að segja um Bucks? Líklega eitt af leiðinlegustu liðum deildarinnar ha! Hvað segirðu um það?! Anthony Mason og Toni Kúkur eru nýju “stjörnur” liðsins. Þeir kúka í stóru buxurnar sínar.

<B>MINNESOTA</B>: Flott lið, flottir leikmenn, flottar klappstýrur. Það er allt flott við þetta lið. Come on! Þeir voru að fá í sínar raðir snillinginn Troy Hudson! Annars er einn nýliði í liðinu, Marcus Taylor, 6-3 Guard. Og ekki má gleyma stóra miðanum, Kenny G. eða þúveisthvernégeraðtalaum!!! Maður sem þarf ekki að kynna svo ég ætla að sleppa því. Af nýlegum liðsstyrk má nefna Kendall nokkurn Gill sem kom á frjálsum frá Nets.

<B>NEW JERSEY</B>: Þungavigtamennirnir í NJ Nets eru mættir öflugri til leiks en síðan fyrir fimm mínútum. Ástæðan? Jú, Dikembe Mutombo er kominn til Nýju Jórvíkur! Þeir eru svoddan aular að þeir létu Todd MacCulloch(sem by the way er miklu betri en Mutombo) og Keith Van Horn í staðinn fyrir hann!!! New Jersey er ekki lið á uppleið, frekar hitt.

<B>NEW ORLEANS</B>: Jamm, nýjasta liðið í deildinni, New Orleans Hornets er mætt í NBA deildina. Sennilega eina liðið sem er ekki með neinn nýliða í sínum röðum. Ein ný viðbót, Courtney Alexander kom frá Wizards. Annars er ekki neitt annað merkilegt að gerast hjá þeim í leikmannakaupum. Stacey Augmon er ennþá þarna. Þeir voru að spila ágætlega á síðustu leiktíð og vonandi halda þeir því áfram, og vonandi heldur Baron Davis áfram að pródúsera frábær tilþrif handa okkur NBA þyrstum körfuboltafíklum. Þeir slumma sér í úrslitakeppnina. Flott lið.

<B>NEW YORK</B>: Sjá <B>DENVER</B>
P.S. Michael Doleac.

<B>ORLANDO</B>: Töfrakallarnir í Magic eru enn við hestaheilsu(nema Patrick Ewing sem er hættur þessu rugli), eru komnir með Jacque Vaughn(frá Atlanta) og hinn þjálnefnda Olumide Oyedeji frá Seattle á frjálsum samningi. Smá aumingja treit í gangi: Don Reid til Denver, Curtis Borchardt(nýliði,18.pikk) til Utha og síðan Jamal Sampson(nýliði frá Utah Jazz) til Milwaukee. Af nýliðum er þetta helst: Ryan Humphrey(frá Utah Jazz) og Mario Kasun(frá LA Clippers). Og ekki má gleyma kókaín-únsunni í nebbanum: Shawn “Fitukeppur” Kemp er kominn til Orlando(það eru kannski betri meðferðarstofnanir í Flórida). Ef þeir halda sig innan vallar án meiðsla þá held ég að framtíðin verði björt hjá galdraköllunum. Skemmtilegur fróðleiksmoli hérna: Samkvæmt netkönnun sem heimasíða Orlando Magic gerði, þá hlakka stuðningsmenn liðsins mest til að Orlando vinni LA Lakers (61%) þegar þetta er skrifað.

<B>PHILADELPHIA</B>: AI var ekki kærður og samkvæmt áreiðanlegum heimildum er strákurinn voða sorry yfir þessu öllu saman og er farinn að æfa eins og berserkur!
<u>Plús</u>: Mark Bryant (frá San Antonio), Randy Holcomb (frá San Antonio), Todd MacCulloch (frá New Jersey), John Salmons (frá San Antonio), Keith Van Horn (frá New Jersey) Greg Buckner (frá Dallas), Monty Williams (frá Orlando), Efthimios Rentzias, Brian Skinner (frá Cleveland). Nýliði: Sam Clancy (45.pikk)
<u>Mínus</u>: Corie Blount (til Chicago), Matt Harpring (til snillinganna í Utah) Speedy Claxton (til San Antonio), Dikembe Mutombo (til New Jersey), Jiri Welsch (til Golden State). Niðurstaða: Styrktu sig verulega með Keith Van Horn og þeim mun ganga betur en í fyrra..

<B>PHOENIX</B>: Sama lið og síðast. Tveir nýliðar, Amare Stoudemire (9.pikk), Casey Jacobsen (22.pikk) og einn á frjálsum, Scott Williams sem kom flýjandi frá Denver. Suns verða svona meðallið í vetur. Ekki má samt gleyma snillingnum sem einu sinni reyndi að skora í sína eigin körfu, ógleymanlegt helvíti!!! HAHAHAHAHAHAH!! Þá er ég að tala um Shawn Marion á fyrsta árinu sínu. Sem hér eftir mun framvegis verða kallaður Einar Áttavillti.

<B>PORTLAND</B>: Ullabjakk og leiðindi, að mínu mati það leiðinlegasta og óskemmtilegasta lið deildarinnar. Spurning ef Scottie Pippen situr alltaf á bekknum hvort þeir getir einhvað, en ég efast um það. Brjálæðingurinn Rasheed Wallace verður örugglega kosinn tæknivillukóngurinn í ár. Þeir eru með leikmann með skrítnasta nafnið í NBA deildinni, Ruben Boumtje-Boumtje. Þeir dömpuðu Erick Barkley og Steve Kerr til San Antonio og fengu í staðinn Antonio Daniels, sem á því miður eftir að styrkja þetta lið. Þrír nýliðar: Qyntel Woods(21.pikk), Jason Jennings(43.pikk), Federico Kammerichs(51.pikk). Ekki má gleyma fituhlunkinum Arvydas Sabonis. Ég vona að við verðum ekki fyrir þeirri óánægju að þurfa að horfa á Portland spila í sjónvarpinu í vetur. Sorry…Portland fara bara svo rosalega í mínar fínustu.

<B>SACRAMENTO</B>: Erkióvinir LA Lakers, Nemesis. Verða með nánast óbreytt lið í vetur. Styrktu lið sitt með Keon Clark sem kom á frjálsum frá Toronto og skelltu sér á einn nýliða, Corsley Edwards (58.pikk), Mike Bibby framlengdi samning sínum við liðið svo að samkvæmt öllu ættu þeir að vera í baráttunni í vetur. Spurning hvað Englarnir í LA gera. Ég held að þeir séu orðnir svolítið hræddir við Kings.

<B>SAN ANTONIO</B>: Hið eiturhressa lið Spurs ætla sér stóra hluti í vetur (hvort það tekst veit ég nú ekki). Komnir með fullt af nýjum mannskap. Kevin Willis, sá gamli fretur er kominn frá Houston. Erick Barkley kemur frá Portland (skemmtilegur leikstjórnandi), Speedy Claxton frá Philadelphia, Steve Kerr frá Portland. Luis Scola (56.pikk) er nýliðinn og einn nýliði sem var draftaður á síðustu leiktíð er kominn inn í liðið eftir langa bið, Argentínumaðurinn Emanuel Ginobili. Þetta er náttúrulega maðurinn sem sló svo eftirminnilega í gegn á nýafstöðnu Heimsmeistaramóti. Síðan eru auðvitað turnarnir tveir (Þeir standa enn). Fórnirnar voru þessar(ef fórn mætti kalla): Mark Bryant til Philadelphia, Antonio Daniels til Portland (ok, smá fórn), Randy Holcomb til Philadelphia, Amal McCaskill til Portland, John Salmons til Philadelphia, Charles Smith til Portland. Terry Porter er hættur og er farinn að vinna fyrir Rick Adelman hjá Sacramento sem þjálfari. Kudos for him, snjall kall.

<B>SEATTLE</B>: Fullt að gerast í rigningarborginni Seattle. Mikið um bleyjuskipti og samningaþref. Byrjum á byrjuninni: Kenny Anderson, Vitaly Potapenko og Joseph Forte komu frá Boston í staðinn fyrir Vin Baker og Shammond Williams(sem ég spái eigi mikla framtíð fyrir sér). Misstu Olumide Oyedeji til Orlando og Earl Watson til Memphis á frjálsum. Held að Seattle komi skemmtilega á óvart. Jafnvel í úrslitakeppnina. En samt vantar þá sterkan og reyndan framherja sem getur barist um boltann undir körfunni, ó! Fyrirgefið, ég var búinn að gleyma Potapenko.

<B>TORONTO</B>: Eitt af skemmtilegust liðum deildarinnar, ekki spurning. Náðu ekki að styrkja sig eins og maður hafði haldið, kannski ekki þörf á því. Svolítið hissa á að þeir reyndu ekki að halda í Keon Clark sem fór frjáls til Sacramento. Misstu Chris Childs til NJ Nets og skiptu á Tracey Murray og nýliðanum Kareem Rush til LA Lakers og fengu í staðinn Lindsay Hunter og nýliðann Chris Jefferies. Fengu Lamond Murrey frá Cleveland fyrir Michael Stewart. Vince Carter á eftir að springa algjörlega út þetta tímabil, hann á eftir að brillera. Spái þeim í úrslitin.

<B>UTAH</B>: Ellismellirnir og öldungarnir í Jazz hafa engu gleymt þótt að liðagigt og þvagleki sé farinn að hrjá suma. Eigum við ekki að byrja á loosernum sem nennti ekki að spila með hinu guðdómlega liði Utah Jazz, þá er ég auðvitað að tala um liðleysuna Donyell Marshall sem ákvað að ganga í raðir Chicago Bulls. Vonandi gengur honum illa þar. Jazz tóku tvo nýliða, Ryan Humphrey (19.pikk)og Jamal Sampson (47.pikk) og treituðu þeim til Orlando en fengu hinn geysiöfluga og snjalla nýliða Curtis Borchardt (18.pikk) í staðinn. Snillingurinn Calbert Cheaney kom frá Denver og hinn ofurgóði Matt Harpring kom frá Philadelphia. Komu þeir báðir saman í rútu á frjálsum samning. Kyntröllið Rússnenska, Andrei Kirilenko er góður gæji, hann brilleraði á síðustu leiktíð og vonandi fær hann að spila meira í vetur. Kemur með ferska vinda í hið loftlausa lið Utah Jazz. Það er samt eitt að bögga mig með Jazz liðið, hvers vegna í ósköpunum er verið að púkka upp á þennann vonleysis-center ræfil sem getur ekki neitt nema rekið við og étið MacDonalds hamborgara? Þá er ég auðvitað að tala um Greg “getekkert” Ostertag. Seljið, rekið eða gefið hann!! Please!! Sendið hann til Chicago Bulls. Leyfið nýju gæjunum að spreyta sig frekar, Curtis Borchardt og Jarron Collins. Síðan botna ég ekkert í þessum forráðamönnum Utah Jazz að láta Bryon Russell fara, þvílíkir spekingar! Af ellilífeyrisþegum er helst að nefna Stockton og Malone sem eru jafngamlir og biblían en skila sínu samt. Ég spái nú að þeir eigi eftir að dvelja meira á bekknum en áður. Ég gleymdi að nefna enn einn nýliðan…Carlos Arroyo.

Mín spá: Utah verða meistarar. (Come on! Utah Jazz er mitt lið!)

<B>WASHINGTON</B>: Wizards eru svo sannarlega búnir að hræra aðeins í leikmannagrautnum sínum. Fyrst má nefna Larry Hughes sem kom frá Golden State, síðan nældu þeir í snillinginn og hinn vanmetna Bryon Russell frá hinu glæsilega liði Utah Jazz. Af öðru ólöstuðu gerðu þeir einn stóran og feitan treit-pakka sem innihélt að Richard Hamilton, Hubert Davis og Bobby Simmons fóru til Detriot fyrir Jerry Stackhouse, Brian Cardinal og Ratko Varda. Þeir eru komnir með nokkra skemmtilega nýliða: Jared Jeffries (11.pikk), Juan Dixon (17.pikk), Rod Grizzard (39.pikk), Juan Carlos Navarro (40.pikk). Ef Wizards hafa ekki tekist að hressa aðeins upp á liðið þá veit ég ekki hvað.


Þar með lýkur þessarri brjálæðislegri löngu yfirhalningu og vonandi var þetta einhverjum til fróðleiks og skemmtunar.