Harlem Globetrotters Saga Harlem Globetrotters er löng, eða um og yfir 70 ár. Fyrsta liðið varð til árið 1927 þegar maður að nafni Abe Saperstein hóaði saman í lið sem kallaðist “Saperstein´s New York Globetrotters”. Fyrsta sýningin hjá þeim var í Illinois fyir framan 300 áhorfendur. Þeir fóru síðan á milli staða kramdir eins og sardínur í gamalli Ford T-módeli.
Síðan árið 1930 var nafninu breytt í “Harlem Newt York Globetrotters” til að leggja áherslu á að allir leikmenn í liðinu voru svartir. Árið 1934 enda Trotters með ótrúlegt 152W-2L á árinu.
Á leiktíðinni árið 1939, þegar Trotters voru að vinna einhvað heimalið 112-5, byrjuðu leikmenn liðsins að fíflast á vellinum og áhorfendur elskuðu það. Saperstein sagði leikmönnum eftir leikinn að það væri í lagi að fíflast á vellinum ef þeir væru búnir að ná góðu forskoti.
Globetrotters fá liðsstyrk þegar Reece “Goose” Tatum gengur í raðir þeirra árið 1942, hann átti eftir að verða einn þeirra vinsælasti leikmaður. Hann var sá maður sem samdi og þróaði flest klassísku kómedíu rútínur sem Trotters sýndu. “Goose” gengur síðar í flugherinn og maður að nafni Bob Karstens kemur í hans stað. Téður Bob Karstens verður fyrsti hvítinginn sem kemst á samning hjá Globetrotters.
Þetta verður að fylgja með: Árið 1945 kemur maður að nafni Boid Buie sem var með meðalskor 18 stig á leik. Það sem gerði hann aðeins öðruvísi en hina var að hann var einhentur!
Hollywood gerði kvikmynd árið 1951 sem kallaðist <a href="http://us.imdb.com/Title?0043621">Harlem Globetrotters. </a>
Lagið Sweet Georgia Brown varð opinbera þema lag Harlem Globetrotters árið 1952.
Wilt Chamberlain skrifaði undir samning við Trotters árið 1958 og spilaði eina leiktíð með þeim áður en hann fór til NBA deildarinnar og ég held að allir ættu að þekkja framhaldið.
Árið 1966 lést stofnandi Globetrotters, Abe Saperstein. Globetrotters tapa árið 1971 og enda þar með 2.496 leikjum unnið í röð. En þeir fara aftur á flug og tapa ekki aftur fyrr en 24 árum seinna.

Heimildir:www.harlemglobetrotters.com