Meistari meistarana Michael jordan, leikmaður Washington Wizards mun spila með liði Wizards á komandi tínmabili. Þetta tilkynnti hann á mánudaginn í viðtali við Chicago Sun-Times.
Jordan lék aðeins 60 leiki á síðasta tímabili af 82 leikjum , vegna hnémeiðsla sem hann hlaut 2 apríl síðastliðinn.
“Love of the game,” sagði jordan í viðtalinu við Sun-Times. “Ég spila svo lengi sem ég elska körfuboltann. Ég trúi því ekki sjálfur stundum að ég er ennþá að spila. Ég hélt aldrei að ég mundi spila aftur. En ég elska ennþá leikinn.”
Jordan sem meiddist í vinstri hné í fyrra sagði að hann mundi heiðra síðasta árið af samningnum sínum , ef að hann væri öruggur um að hann gæti keppt á háu stigi, og ekki þurfa að vera hræddur um meiðslin sín.
Síðasta tímabil, þrátt fyrir meiðsli sín , leiddi hann lið sitt Washington Wizards í stigaskori (22,9 stig) og í stoðsendingum (5,2). Og einungis tilvera hans Hjálpaði Wizards að bæta sig úr 19 sigra og 63 töp í 37 sigra og 45 töp.
Já það verður gaman að sjá hann Jordan leika , heill á heilsu og eins og ég talaði um í greininni minni um Wizards , verður það gaman að fylgjast með Wizards og koma Jerry Stackhouse mun hafa gott áhrif á liðið.
<a href="http://www.washtimes.com/sports/20020925-3555510 .htm/">
Heimildi