Á seinustu árum hef ég tekið eftir því að dópneysla körfuboltamanna hefur stóraukist, og þá sérstaklega neysla kannabisefna. Margir góðir leikmenn, ef ekki frábærir hafa eyðilagt ferilinn með eiturlyfjum.
Shawn Kemp, sem var að mínu mati lang besti power forward (kraft framherji) í NBA festist í eiturlyfjum, maður sá að það var eitthvað að hjá honum á tímabilinu 99-00 þegar hann virtist alveg útúr heiminum í sumum leikjum þótt hann spilaði frábærlega í sumum. Hann fór svo í meðferð sumarið fyrir seinasta tímabil, var seldur frá Cleveland þar sem hann var aðal leikmaðurinn, til Portland og varð feitur lélegur varamaður sem skoraði að mtl. 6,5 stig í leik. Á næsta ári mun hann spila hjá Orlando Magic og ég vona að hann sé dottinn úr ruglinu og kominn í betra form.
Þekktasti gamli leikmaðurinn sem lenti í eiturlyfjavandræðum er örugglega Earl \“the goat\” Manigult, sem allir mundu þekkja ef hann hefði ekki lent í eiturlyfjavandræðum. Hann var talinn einn af þeim bestu og gerði meðal annars hina frægu tvöföldu troðslu. Það stendur meira um hann í grein um hann <a href=\"http://www.hugi.is/körfubolti/greinar.php?grei n_id=51572\"> hérna </a>
Síðan hafa fjölmargir aðrir núna upp á síðkastið lent í vandræðum t.d Damon Stoudamire, en það fannst Marijuana heima hjá honum um daginn, en hann slapp frá kæru vegna þess að löggan hafði ekki leitarheimild.
Brian Williams (heitir reyndar ekki því nafni lengur), sá sem er núna týndur einhvers staðar á kyrrahafinu, spilaði m.a. með Orlando, hefur sagst hafa neytt eiturlyfja á árunum 92-96, en sá gaur hefur verið í stanslausum vandræðum allan sinn feril,( var þunglyndur, lenti í byssubardaga, fannst skotvopn í bílnum hans).
Síðan hefur fundist eiturlyf heima hjá mörgum t.d. Iverson, en NBA mafían nær alltaf að þagga það niður. Það sama virðist gerast með aðra skandala sem gerast hjá leikmönnum í þessari deild, og það sást best á málinu sem Iverson lenti í, ef hann væri venjulegur svertingi í einhverju fátæktrarhverfi hefði honum verið hent strax í fangelsi. Það munu pottþétt halda áfram að koma svona skandalar og ég vona að það verði tekið almennilega á svona málum, það á ekkert að leyfa dóphausum að spila í NBA.