Mér brá heldur betur þegar ég fór inn á mbl.is.Þar stóð að framtíðin hjá Þór væri óljós eftir að Pétur Guðmundsson hætti sem þjálfari liðsins og framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar.
Í kvöld verður fundur hjá félaginu,þar verður tekin ákvörðun um hvaða leiðir skildu valdnar í framhaldinu.
Þorgils Sævarsson formaður körfuknattleiksdeildarinnar sagði að um 50% líkur yrðu að Þór væri með lið í úrvaldsdeildini sem hefst 10.október.
Ekki verður ráðinn þjálfari fyrr en að loknum fundi aðalstjórnar en nokkrir þjálfarar hafa rætt við stjórnina að undanförnu.
Þetta er mjög slæmt því lið þórs hefur að skipa ungum og góðum leikmönnum eins og Óðni Ásgeirsson,Hermann Daða Hermannsson, Einari Aðalsteinsson sem er búinn að jafna sig eftir mjög alvarlegt bílslys sem kostaði næstum því líf hans og svo Sigurði G Sigurðsson.
Það yrði mjög slæmt að sjá alla þessa góða leikmenn þurfa að skipta um lið.Þetta er líka vont fyrir yngri flokkana hvert eiga þeir að fara þegar þeir eru orðnir 17-18-19 ára og eiga að vera fara stíga sín fyrstu spor í meistarflokk.