Mér líst bara nokkuð vel á Washington Wizards næsta tímabil það er að segja ef að meistarinn Micheal Jordan verður heill heilsu og frá meiðslum. Wizards þóttu leika mjög vel í fyrra þegar Micheal Jordan spilaði með þeim ( þegar hann var ekki meiddur)
og talar tölfræðin fyrir sig en þegar jordan var ekki með það er að segja í mars , apríl og október þá unnu wizards bara tíu leiki og töpuðu 20.
En svo hafa Washington Wizards fengið fyrrverandi leikmann Detroit Pistons hann Jerry Stackhouse sem mun koma með 7 ára reynslu í þetta óreynda lið Washington.
Hann Stackhouse fór fyrst til Philadelphia 76ers og var þar í 3 tímabil en fór síðan til Detroit Pistons árið 97-98.
Hann lauk tímabilið í fyrra með 21.4 stig í leik , 4.1 fráköst og 5.3 stoðsendingar í leik.