Reykjanes mót karla fór fram í gær á Ásvöllum, heimavelli hauka í Hafnarfirði og voru tveir mjög skemmtilegir leikir á dagskrá enda var ég á staðnum.
Fyrri leikur kvöldsins var viðureign Breiðabliks og Keflavíkur og var þetta fyrsti leikurinn sem Jón Arnar þjálfari Breiðabliks og fyrrverandi leikmaður Hauka til margra ára spilaði á Ásvöllum eftir að hann kvaddi Haukana. Leikurinn var mjög jafn á köflum en Keflavík töku algjörlega völdin í seinni hálfleik og sigruðu öruglega 61-81 en þessar tölur gefa ekki rétta mynd af leiknum enda var þetta mikill baráttuleikur.
Seinni leikur kvöldsins var viðureign Íslandsmeistara Njarðvíkur og Hauka. Haukar tefldu fram nýjum bandarískum leikmanni , honum Steve Johnson sem var nýkominn til landsins. Var þetta eins og hinn leikurinn mikill baráttuleikur og mjög jafn allan leikinn en í lokin náði Njarðvík að sigra með 75 stigum gegn 68.