Þessa frétt rakst ég á á mbl.is og mér finnst hún soldið skrýtin.
Svo kann að fara að Patrick Ewing og Michael Jordan leiki saman á körfuboltavellinum í vetur. Ewing tilkynnti í vikunni að hann væri hættur að leika körfubolta og var jafnframt ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins Washington Wizards, sem Jordan leikur með, og þegar hann var kynntur fyrir leikmönnum og blaðamönnum í gærkvöldi sagðist hann myndu íhuga að fara í keppnisbúninginn, sérstaklega ef Abe Pollin, eigandi Wizards, færi fram á það. Ekki er hins vegar ljóst hvort Jordan, sem orðinn er 39 ára, leiki með liðinu í vetur.
Þeir Ewing og Jordan léku saman í bandaríska landsliðinu á ólympíuleikunum í Los Angeles 1984 og unnu gullverðlaun. Á ólympíuleikunum í Barcelona 1992 voru þeir aftur samherjar í draumaliðinu svonefnda eftir að atvinnumönnum var leyft að keppa á ólympíuleikum.
Ja hérna hann hættir nú aldrei eða.