Nú er Heimsmeistaramótið í körfu komið á fullan gang og riðlakeppnin er búin þegar þetta er skrifað.
Í A-Riðli unnu Spánverjar alla leiki sína og þar á meðal Júgóslava sem voru taldnir líklegastir á eftir Bandaríkjamönnum auðvitað til að vinna mótið, en þeir unnu þá 71-69 og Pau Gasol, nýliði ársins fór fyrir þeim með 25 stig. Í þriðja sæti varð Angola og Canada tapaði öllum sínum leikjum.
B-Riðill var sá riðill sem erfiðast var að spá fyrir en Brasilía, Puerto Rico og Tyrkir voru fyrirfram talin vera álíka að styrkleika. Brassar unnu riðilinn með því að leggja Puerto Rico í úrslitaleiknum 90-86, Tyrkir lentu í þriðja sæti og Líbanon rak lestina.
Í C-Riðli, sem USA, Þýskaland, Kína og Algería voru í, voru Bandaríkin langlíklegust til að vinna riðilinn og fyrsti leikurinn í riðlinum, á milli Þýskalands og Kína, sem voru með sitthvora NBA stjörnuna, þá Dirk Nowitzki og Yao Ming var úrslitaleikurinn um annað sætið. Nowitzki átti frábæran leik og leiddi þjóðverja til 88-76 sigurs með 30 stig og 8 fráköst. Yao Ming átti í villuvandræðum og skoraði 16 stig og tók 5 fráköst á aðeins 17 mín.
Bandarkíkin fóru létt með alla leikina og enduðu með 86 stig í plús. Paul Pierce er með 23,7 stig, Michael Finley er með 17.3 stig og Ben Wallace frákastahæstur hjá liðinu með 6 að mtl.
í D-Riðli vann Argentína léttilega, unnu Nýja Sjáland í leiknum um fyrsta sætið 112-85. Rússar lentu í þriðja og Venezuela í fjórða.
Það er nokkuð öruggt að USA vinni og mér finnst líklegt að Spánverjar nái öðru sæti ef þeir halda áfram að spila svona vel. Síðan spái ég Þjóðverjum þriðja sætinu.
Fyrir áhugasama má benda á http://www.2002worldbasketball.com/ þar sem ýmsar upplýsingar um mótið eru.