“Sterki” aumi framherjinn Rashard Lewis er að ákveða sig hvort hann taki boði Supersonics sem er talið að sé um 60 milljónir $ (allt upp í 75 milljónir með bónusum) fyrir 7 ára samning eða hvort hann fari til Dallas eða Houston og semji þar til 3 ára fyrir 15 milljónir$ ( en það er hámarkið sem lið sem eru yfir launaþaki deildarinnar geta borgað “frjálsum mönnum”, hvert lið getur einungis notað þessa smugu á einn leikmann á hverju tímabili).
Margir telja að Lewis sem hefur verið hrjáður af axlarmeiðslum sé einungis að þvinga Sonics til þess að hækka tilboðið með því að vera að gefa út yfirlýsingar að hann gæti farið til annars liðs. Þess má geta að Lewis og umboðsmaður hans fóru fram á hámarkssamning sem er ca. 100 milljónir $ fyrir 7 ára samning.
En gefum okkur það að Sonics hækki ekki tilboð sitt og það muni standa í 60 milljónum $ fyrir 7 ára samning. Þá gæti Lewis grætt meira ef hann færi til t.d. Dallas, þar myndi hann byrja á því að fá 15 milljónir fyrir 3 ára samning en gæti búist við því að fá hámarkssamning í kjölfarið ( Mark Cuban milljarðamæringur og eigandi Dallas er þekktur fyrir það að maxa sína leikmenn) sem myndi þýða svona ca. 50 milljónir fyrir næstu 4 ár(+ 3ár í viðbót fyrir 40-50 milljónir) þá væri Lewis að fá um 65 milljónir fyrir 7 ára samning.
En núna þá verða stuðningsmenn Supersonics bara að bíða með öndina í hálsinum með það að sjá hvað Rashard gerir. Spekingar á virtum körfuboltasíðum eins og espn.com spá því að það séu 50% líkur á því að hann muni semja við Supersonics.