Andre Miller hjá Clevland Cavaliers var sendur ásamt Bryant Stith til Clippers fyrir þá félaga í framlínu Klipparana Darius Miles og Harold Jamison.
Þess má til gamans geta að Andre Miller leiddi NBA í stoðsendingum ´01-´02. Miller sem stóð frammi fyrir því að nýliðasamningi hans var að ljúka hjá Cavs var ásamt umboðsmanni sínum búinn að krefjast hámarkssamnings ( hámarkið fyrir framlenginar á nýliðasamningum eru ca. 85 milljónir $).
Eigendum og stjórnarmönnum félagsins þótti sú beiðni fáránleg enda gengi félagsins ekki upp á marga fiska undanfarið.
Þetta leiddi til þess að farið var að reyna að skipta Miller til annars liðs áður en samningur hans rynni út.
Eftir að hafa legið í símanum í marga mánuði tókst framkvæmdarstjóra Cavs Jóni Kexruglaða(John Paxson) að fá Clippers til þess að bíta á hinn feita bita Miller.
En tækifærið fyrir Clippers að fá einn besta leikstjórnanda deildarinn var of gott til þess að þeir gætu sleppt því.
Þrátt fyrir það að hafa þurft að láta eftir einn af vinsælli leikmönnum deildarinnar (búningur með nafni Miles var 10. mest seldi búningur deildarinnar í fyrra) þá fengu þeir í staðinn leikmann (Miller) sem getur leitt þá aftur í úrslitakeppnina.
Hinir 2 leikmennirnir sem skiptu um lið voru bara til uppfyllingar og eiga ekki eftir að hafa áhrif á úrslit leikja þessara liða.