Núna er mikið að gerast í nba körfuboltanum, allt á fullu í
trade-unum! Núna í nótt var Andre Miller (PG, var efstur í stoðsendingum seinasta tímabil), Cleveland Cavaliers skipt til Los Angeles Clippers ásamt Brian Stith(SG) fyrir Darius Miles(SF, mikill snillingur!) og Harold Jamison. Augljóslega er þetta snilldarmove hjá Clippers (sem er mjög skrítið…2 gáfuleg move hjá þeim á 2 árum, þetta gerist ekki hvenær sem er! Hið fyrra var að sjálfsögðu Elton Brand trade-ið) og ætti það eitt að fá Miller sem er án vafa einn af topp 5 leikstjórnendum deildarinnar að tryggja Clippers í úrslitin. En Cavaliers er á hraðri leið til helvítis. Að senda langbesta mann sinn í burtu, einungis vegna þess að þeir tíma ekki að borga honum “max” contract er fáranlegt og í raun móðgun við Miller sem hefur gert sitt besta í lélegu liði í 3 ár.
Síðan var Boston að skipta út Kenny Anderson, Vitaly Potapenko og einhverjum fyrir Vin Baker og einhvern. Ég spyr, til hvers að fá í lið sem er með ömurlega menn undir og einn af 2 bestu leikstjórnendum deildarinnar(Payton) góðan dribblara og ofmetinn center? Reyndar gæti verið að þeir séu að kveðja Payton sem að verður free agent eftir þetta ár. Boston hagnast á þessu þrátt fyrir þá staðreynd að Baker hefur einungis fitnað og versnað með árunum og ástæðan fyrir því er að hver einasti maður sem getur eitthvað undir körfunni er velkominn í austurdeildina þar sem það vantar alla C-PF í þann helming. Vissulega eru einhverjir austan megin, en það er einfaldlega klassa munur á Tim Duncan, Shaq, Webber, Nowitzky og Garnett miðað við Ben Wallace(þó frábær frákastari sé), Mourning, Ratliff, Mutombo og Kenyon Martin.
Síðan var ég að frétta að N.J.Nets væri að velta því fyrir sér að fá Kevin Garnett til liðsins fyrir K.Martin, K.van Horn og K.Kittles. Stórsniðugt!
Síðan ættu allir að þekkja til McDyess, Frank Williams / Marcus Camby, Mark Jackson, Nene Hilario trade-ið.
Annars ætla ég bara að benda á Landsmótið um helgina! Fylgist með UÍA liðinu! Og leikmanni nr.33! :)
Vona að þið hafið skemmt ykkur yfir þessari grein!
Kveðja
TheFroG
______________