Með tilkomu McDyess til NYK er kominn inn sá þáttur í leik Knicks sem færir þeim titil á næsta ári. Thomas verður líklega færður í centerinn og þegar McDyess er kominn undir körfuna með honum er það öflug tvennd. McDyess er sterkari en Camby og miklu betra sóknarvopn fyrir utan það að Camby var meiddur nánast allt síðasta tímabil. Nýliðinn Frank Williams er ferskur bakvörður sem gæti látið að sér kveða. NYK er með fína leikmenn til að leysa McDyess og Thomas af, stálmanninn Weatherspoon, Knight og Othella Harrington. Þeir eru líka með reynsluboltann Felton Spencer í sínum röðum. Latrell Sprewell og Allan Houston eru með allra bestu leikmönnum deildarinnar og munu án efa sína betra tímabil en í fyrra. Til að leysa þá af eru Shandon Anderson sem var að spila undir getu í fyrra, Lavor Postell sem er vaxandi leikmaður sem mun spila mun meira á næsta ári en hann hefur gert áður. Charlie Ward er áreiðanlegur leikmaður, sterkur varnarmaður og vanmetinn skotmaður. Ward sjálfur virðist vera með þeim duglegustu að vanmeta sig sem skotmann. Howard Eisley er með mikla reynslu og er góður leikmaður. Ekki er hægt að segja á þessarri stundu hver verður aðal leikstjórnandi Knicks í vetur en það hefur oft loðað við Knicks að vera með marga jafn góða leikstjórnendur. Ward var ekki að spila mikið í fyrra og líklegt er að Eisley verði aðal leikstjórnandinn og Williams og Ward verði með svipaðan leiktíma. Annar nýliði Knicks, leikstjórnandinn Milos Vujanic frá Júgóslavíu, 22 ára eins og Williams mun líklega spila í Evrópu á næsta tímabili. Eisley hefur líka oft verið að leysa af í stöðu skotbakvarðar og mun hann líklega gera það eitthvað á næsta tímabili líka. Flestir leikmanna Knicks eru með mjög langa samninga og ef þessir leikmenn ætla einhvern tímann að spila vel saman þá er ekki eftir neinu að bíða. Það býr mikil reynsla og hæfileikar í liðinu og NYK hungrar í árangur á næsta tímabili. Fyrir utan Frank Williams 22, Juvanic 22 og Lavor Postell 24 er yngstur á eftir þeim Travis Knight sem er 28 ára þannig að flestir leikmenn liðsins hafa verið mörg ár í deildinni. Mjög ólíklegt er að leikmannahópur Knicks breytist eitthvað meira fyrir næsta tímabil eftir stóru skiptin við Denver. Ég spái því að Knicks mæti Sacramento í úrslitum á næsta tímabili og vinni NBA meistaratitilinn. Sprewell verður MVP.
Go Knicks