Það er alls ekki óraunhæft að spá svona. Ég hélt með Jason Kidd í Phoenix, og hélt líka með honum þegasr hann fór til New Jersey, en þá þorði enginn að spá Nets að komast einu sinni í quarter finals, hvað þá FINALS. En ég hélt með Nets, og þegar einhver vinur minn spurði hvaða lið mundu verða meistarar þá sagði ég Nets. Hann hló og ég varð ekki sannspár, en samt sem áður trúðu mjög fáir að Nets kæmust svona langt.
Málið með NBA deildina er að lið geta verið léleg einu sinni en næsta tímabil súper góð. Þetta er ekki eins og er í ensku deildinni, þar sem það er oftast bara Manchester, Liverpool og Arsenal. Svo það er mjög erfitt að spá fyrir NBA deildina þó svo að menn geti alveg séð að Los Angeles Lakers komast lengra en Los Angeles Clippers.
En já ég tel að Knicks eigi eftir að verða eitt af stærri liðunum næsta ár, ég varð dálítið fúll að þeir skyldu skipta Nene Hilario. McDyess spilaði 10 leiki á síðasta ári, og skoraði 11,3 stig. Það telst ágætt því færri leiki sem fólk spilar þá á það erfitt með að verða betra. Nú skiptir bara máli hvort hann nái að undirbúa sig fyrir næsta tímabil.
Allan Houston er nú búinn að spila 6 ár hjá Knicks, og á seinasta tímabili skoraði 20,4 stig að meðaltali, þegar menn skora 1/4 af öllu stigi liðsins þá hljóta menn að vera mjög góðir.
Satt hjá þér sem þú segir um Travis Knight. Rosalegt bull hjá greinarhöfundi að reyna að slá gullhamra um hann. Maðurinn skorar um 2 stig að meðaltali í leik. Það er ekki góðs viti.
Svo er aldrei að vita hvað Frank Williams á eftir að gera. Maður veit aldrei hvaða nýliðar eiga eftir að verða stórstjörnur.
Go Nets.