Leikurinn endaði 113-107 fyrir Lakers. Nets spiluðu vel allan leikinn og örugglega þeirra besti leikur. Þeir byrjuðu leikinn mjög sterkt og sigruðu fyrsta leikhluta 34-27. En það þýddi ekkert því Lakers komu fljótt aftur og var 1 stigs munur í hálfleik. Lakers héldu síðan áfram og sigruðu alla leikhlutana. Shaq spilaði vel og skoraði 34 stig, hirti 10 fráköst og hafði 4 stoðsendingar. Kobe spilaði einnig vel með 25 stig og 8 stoðsendingar. En í Nets var það Kenyon Martin sem spilaði best. Hann átti stórleik og skoraði flest stig af öllum í leiknum eða 35 stig, tók 11 fráköst og átti 2 stoðsendingar. Lucious Harris spilaði líka vel og skoraði 22 stig. Nets náðu loksins að hitta vel, hittu 13 af 16 í vítum, 4 af 9 þriggja stiga skotum, og settu 45 skot oní af 92.
“Ég var svona frábær leikmaður sem hafði enga meistaratitla,” Sagði Shaq. “Þangað til ég hitti Phil, nú hef ég þrjá.”
Þetta kom örugglega ENGUM á óvart að Lakers skyldu hafa sigrað, þetta voru hinsvegar vonbrigði fyrir mig. Fyrir leiktíðina þá byrjaði ég að halda með New Jersey en átti aldrei von á svona góðum árangri. Ég ætla rétt að vona að Lakers tapi á næsta ári :)
<B>Azure The Fat Monkey</B>