Í fyrsta leiknum var Shaq með 36 stig, 16 fráköst og 4 blokk. Hann hitti vel eða 12 af 22 skotum sínum og hitti einnig 12 af 21 vítaskotum sínum, sem getur bara talist gott hjá honum því meðan Nets hittu aðeins 15 af 26. Todd MacCulloch átti í erfiðleikum með Shaq, ekkert skrýtið við það. Kobe átti ágætis leik með 22 stig og 6 stoðsendingar. En það er alveg öruggt núna að Shaq er aðalmaðurinn ekki Kobe, Shaq. Jason Kidd spilaði ágætlega með 23 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar og Kenyon Martin var með 21 stig og 6 fráköst. Nets byrjuðu fyrsta leikhlutan mjög illa og hittu ekki rassgat og Lakers náðu 15 stig forskoti, 29-14. Í næstu leikhlutum þá komu New Jersey til baka og unnu alla hina leikhlutana. En það dugði ekki því Lakers unnu leikinn örugglega 99-94.
Ég var nú að vona að í leik 2 þá myndi Shaq ganga illa en ef hann gerði eitthvað þá spilaði hann betur. Hann skoraði 40 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar, næstum því þreföld tvenna. Hann hitti 14 af 23 skotum sínum, og vítin hans voru 12 af 14. Það þýðir ekkert legnur að senda hann á línuna. Kobe var með 24 stig og 8 fráköst. Jason Kidd átti engan stjörnuleik og skoraði ekki stig í fyrri hálfleik, en skoraði 17 stig í seinni hálfleik. Eini sem gat eitthvað hjá Nets var Kerry Kittles með 23 stig. En aftur var ástæðan fyrir tapi Nets að þeir hittu ekki. Þeir skutu 86 skot en hittu aðeins 30 skotum. Lakers voru hinsvegar með 39 oní af 78. Ef Nets ætla að vinna þá VERÐA þeir að hitta þessum skotum. Ég held að þeir vinni einn af næstu tvem leikjum, en það er erfitt að segja.
Þjálfari Nets Byron Scott á í miklum vandræðum með Shaq því það er eiginlega ekkert sem getur stöðvað hann. “Hann er skrýmsli. Það er allt sem ég get sagt um hann” sagði Byron Scott.
Í fyrra þá var það Kobe sem fór heim til sín í Philadelphia, þar sem var mikið búað á hann. En nú er það Shaq sem fer heim til sín til New Jersey. “Ég ætla að fara að sjá föður föður míns og langömmu mína, chilla, éta makarónur og ost og steiktan kjúkling.” sagði Shaq. “Ég er viss um að þeir eru New Jersey aðdáendur og ég er viss um að ég verði búaður og allt það en ég hef verið í sendiför og vill bara sjá um bisness. Ekkert annað skiptir máli.”
<B>Azure The Fat Monkey</B>