Í 7. leiknum í Vesturdeildar úrslitunum, Gátu Sacramento ekki kennt neinum um. Það þýddi ekkert að benda á dómaran. Í einum af stærsta leik sögunnar í þessari keppni, mistókst Kings að komast áfram í úrslitin af því þeir “sigruðu sjálfan sig”.
Kings voru með 53.3 prósent skotnýtingu úr vítaskotum, Kings klúðruðu 14 skotum af vítalínunni, í leiknum. Það er eigilega undravert að Kings, skjótandi úr vítum eins illa og þetta, hafi náð að fá framlengingu. En eina sem það gerði var að lengja kvöl þeirra um 5 mínútur, því þeir töpuðu gegn Lakers, 112-106, sem endaði þeirra þáttöku í úrslitakeppninni.
Það var neira en bara misheppnuð víti sem kostuðu Kings sigurinn. Það var Vlade Divac sem kláraði “villukvótan” sinn á aðeins 27 mínútum, sem varð til þess að það var enginn eftir sem átti sjéns í vörninni gegn Shaquille O'Neal.
Það voru Peja Stojakovick í enda venjulegs leiktíma og Doug Christie í ena framlenginnunnar sem höfðu gott skotfæri og hefðu getað lengt þáttöku Kings í úrslitunum, en þeir klúðruðu báðir.
Divac skildi Robert Horry einan eftir í góðu 3-stiga skotfæri þegar 1:30 voru eftir af 4. leikhluta, það gerði það af verkum að Lakers breyttu 1-stiga forskoti Kings í 2-stiga forskot Lakers.
“Við klúðruðum mörgum vítaskotum,” sagði þjálfari Kings, Rick Adelman. “Og það kostaði okkur mikið.”
Lakers spiluðu mjög vel og allir í sama hópi og Kobe/Shaq inná vellinum, gerðu mikið gagn.
*** Rick Fox (13 stig, 12 fráköst, 7 stoðsendingar á 48 mínútum) Náði mikilvægu frákasti eftir skot hjá Horry, sem leiddi til “layups” hjá Shaq þegar 2:32 voru eftir, það gaf Lakers 93-90 forskot.
*** Horry (16 stig, 12 fráköst, 5 stoðsendingar á 49 mínútum) hann hitti úr 3-stiga körfunni þegar 1:30 voru eftir, sem gaf Lakers 96-94 forskot.
*** Derek Fisher (13 stig) skoraði 9 af sínum stigum eftir hálfleik, þar af 4 í framlengingu.
“Ég sagði Chris Webber að þessir gaurar gæru verið hæfileikaríkari,” sagði Bryant. “En okkar leikmenn myndi gefast ekki upp. Þeir berjast allan leikinn.”
Enn sem komið er hefur velgengni Lakers, að sjálsögðu aðallega verið útaf góðu spili hjá O'Neal og Bryant.
Shaquille O'Neal var með 35 stig í leiknum, og hitti 11 af 15 vítum.
Kobe Bryant var með 30 stig, en hann skaut of mikið, og í mörgum góðum sendungarfærum í 1. leikhluta þá kaus hann frekar að skjóta. En hann náði 10 fráköstum og 7 stoðsendingum, sem eru mestu stoðsendingarnar hans í leik síðan úrslitakeppnin byrjaði.
“Það er eins og þeir hefðu rifið hjartað úr okkur,” Sagði þjálfari Kings, Rick Adelman eftir leikinn. “Ætli okkar tími komi ekki bara eitthvað annað ár.”