New Jersey Nets komust í fyrsta sinn í NBA úrslitin í sögu liðsins eftir að hafa unnið Boston Celtics 96-88 í 6. leik liðanna. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 28-21 fyrir Boston. Í hálfleik var staðan orðin 54-44 fyrir Boston eftir að Kenny Anderson hafði átt frábæran endi fyrir hálfleik. Eftir þriðja leikhluta var New Jersey einu stigi yfir 70-69. Í fjórða leiklhuta skorðuðu Nets svo 26 stig en Boston bara 19. Keith Van Horn átti mjög mikilvæga þriggja stiga körfu í endann sem kom Nets í 94-88. Jason Kidd kom svo með tvö vítaskot sem tryggði þeim sigurinn. New Jersey munu svo mæta annaðhvort Lakers eða Kings. Kidd átti góðan leik með 15 stig, 13 fráköst og 13 stoðsendingar. Triple Double. Kenny Anderson skoraði 18 stig fyrir Boston, Paul Pierce með 14 og Antoine Walker með 16.
Þetta ár hefur verið frábært fyrir New Jersey Nets og áður en leiktíðin byrjaði spáði ég New Jersey sigurs í Austurstöndinni, reyndar var ég bara að grínast þar sem ég hélt með Kidd og átti eiginlega aldrei von á að þeir myndu ná svona langt. Kidd hefur snúið liðinu frá glötunar til velsældar. Nú er bara að vona að þeir vinni þetta.
<B>Azure The Fat Monkey</B>