Lakers slóu út Spurs annað árið í röð L.A. Lakers eru komnir í úrslit Vesturstrandarinnar eftir sigur á San Antonio Spurs 93-87 og sigruðu því í eigvíginu 4-1. Þetta er annað árið í röð sem Lakers slær út Spurs, en fyrra unnu þeir 4-0.
Tim Duncan sem var valin MVP, og félagar hans í Spurs gátu ekki stöðvað meistara síðustu tveggja ára, þrátt fyrir 34 stig og 25 fráköst frá Duncan. Spurs byrjuðu leikinn miklu betur og komust í 15-4, og leiddu svo 28-15 í byrjun 2. leikhluta og voru yfir í hálfleik 45-39. En Lakers spiluðu miklu betur í seinni hálfleik, og náðu að komast einu stigi yfir fyrir síðasta leikhlutann. Mikil barátta var í síðasta leikhlutanum og var jafn nánast allan tíman. En Lakers náði yfirhöndinni þegar rúmar 2 mínútur voru eftir og leiddu það sem eftir var af leiknum. Kobe Bryant var með 26 stig en Shaquille O'Neal með 21 stig.

Lakers mæta Sacramento Kings í úrslitum Vesturstrandarinnar, en þeir slóu út Dallas Mavericks 4-1.