Lakers vinnur fyrsta leikinn gegn Spurs L.A. Lakers vann San Antonio Spurs 86-80 í fyrsta leiknum í einvígi þeirra, þrátt fyrir meiðsli hjá Lakers í leiknum. Spurs leiddu samt mest allan leikinn og komust Lakers í fyrsta skipti yfir í leiknum í 3. leikhluta. Staðan í hálfleik var 32-38 fyrir Spurs. Í byrjun 3. leikhluta meiddist Shaquille O´Neal á putta eftir að hafa blokkað Tim Duncan, og þurfti að fara útaf og láta sauma 3 spor í hann, því það blæddi mikið. Lakers spiluðu ágætlega án Shaq og komust inn í leikinn og yfir í fyrsta skipti. En í byrjun á 4. leikhluta meiðist Kobe Bryant á hné og þurfti að fara útaf, en þá kom Shaq inná aftur og skoraði 13 stig af þeim 29 sem Lakers skoruðu í 4. leikhluta. Kobe kom svo inná í lokin og skoraði mikilvæga körfu þegar 24 sek. voru eftir. Shaq var stigahæstur með 23 stig og 17 fráköst en Kobe var með 20 stig. Hjá Spurs var Duncan stigahæstur með 26 stig og 21 frákast.
Þetta var 20. sigurleikur Lakers af síðustu 21 leik í úrslitakeppni.

Staðan:

Vesturdeildin:
Lakers-Spurs 86-80 (1-0)
Kings-Mavs 108-91 (1-0)

Austurdeildin:
Nets-Hornets 99-93 (1-0)
Pistons-Celtics 96-84 (1-0)