Paul Pierce er hinn nýji Larry Bird enda eru þeir mjög líkir í útliti. Pierce hefur reyndar ekki stökkkraftinn hans Bird og Bird var ekki þekktur fyrir að hitta vel sem Pierce þó gerir. Leikur Bird byggðist aðalllega upp á viðstöðurlausum troðslum og fór hann ekki mikið út fyrir lykilinn í skot. Pierce er jarðbundinn leikmaður sem er óvenju góður upp við körfuna þó að hann sé einungis 184 cm. Bird var nokkru hærri eða í kringum 219 cm sem gaf honum ákveðið forskot í hæð. Að öðru leyti eru þeir mjög líkir. Antoine Walker vinnur upp stærðina sem vantar í Pierce en hann er um 225 cm og 160 kg en er farinn að eldast kallinn, er á 39. aldursári en hann hóf ferilinn með Kansas árið 1979, þá einungis 16 ára gamall. Walker er einn reyndasti leikstjórnandi deildarinnar og hefur stærðina fram yfir aðra leikstjórnendur. Undir körfunni er síðan tröllið Kenny Anderson sem er öflugur með sína 218 cm. Rodney rogers er snaggaralegi strákurinn í liðinu en hann byggir leik sinn upp á mikilli snerpu en mætti strákurinn styrkja sig aðeins svo að hann geti ýtt frá sér. Hann mætti bæta smá kjöti utan á sig. Tony Battie er síðan öflugur í markinu og ver alltaf í kringum 22 skot í leik.