Staðan eftir þessa tvo daga er svona:
Pacer 1- Nets 0 (89-83)
Þessi úrslitk komu svolítið á óvart þar sem Pacers komust rétt inn í úrslitakeppnina en Nets löngu búnir að tryggja sér sæti í úrslitkeppnina. Kannski það sem Pacers hefur er gríðarleg reynsla.
Spá: 3-2 fyrir Nets
Pistons 1- Raptors 0 (85-63)
Pistons burstaði Raptors í þessum fyrsta leik, þar sem Ben Wallace fór á kostum með 19 stig og 20 fráköst.
Spá: 3-0 fyrir Pistons
Celtics 1- 76ers 0 (92-82)
Iverson og félagar töpuðu fyrsta leiknum en þetta var fyrsta sinn sem Iverson spilaði síðan hann slasaðist. Tvíeykið í Boston þeir Pierce og Walker skoruðu samtals 51 stig og 18 fráköst.
Spá: 3-1 fyrir Celtics
Hornets 1- Magic 0 (80-79)
Hornets voru langt undir í þriðja leikhluta en náðu síðan að vinna upp muninn og vinna fyrsta leikinn með einu stigi.
Spá: 3-2 fyrir Magic
Kings 1- Jazz 0 (89-86)
Margir voru þegar búnir að spá sigri hjá Kings en það leit ekkert alltof vel út í leiknum þrátt fyrir sigur. Þeir áttu í miklum erfiðleikum við Malone og félaga en enduðu síðan með 3 stiga sigur.
Spá: 3-1 fyrir Kings
Spurs 1- Sonics 0 (110-89)
Spurs unnu þennan leik örugglega með 21 stigi eftir að þeir unnu þriðja leikhluta 38-13.
Tim Duncan náði þrennu með 21 stigi, 11 stoðsendingum og 10 fráköstum.
Spá: 3-0 fyrir Spurs
Lakers 1- Blazers 0 (95-87)
Meistarar Lakers unnu Portland með átta stigum. Þetta kom svo sem engum á óvart enda lítið sem getur stöðvað Shaq. Portland voru að hitta illa með aðeins 37% hittni.
Spá: 3-1 fyrir Lakers
Mavs 1- Wolves 0 (101-94)
Tvö af þrem helstu liðunum í Midwest riðlinum áttust hér við þar sem Mavericks sigraði með 7 stigum. Nash og Nowitzki skoruðu samtals 51 stig fyrir Dallas og var Nowitzki með 15 fráköst.
Spá: 3-2 fyrir Wolves
<B>Azure The Fat Monkey</B>