KR-stúlkur urðu á sunnudaginn 14.apríl Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta í 13. sinn þegar þær lögðu ÍS 64-68 í oddaleik og hreinum úrslitaleik um tiitlinn í Kennaraháskólanum.

ÍS byrjuðu betur í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik við KR og voru fimm stigum yfir fyrsta leikhluta eftir að hafa ná 15 stigum í röð og þar með 6 stiga forystu. Leikurinn endaði svo 68-64 fyrir KR.

Úrslitakeppnin var ein sú mesta spennandi og skemmtilegasta frá upphafi og bar kvennakörfunni á Íslandi góða sögu. KR vann þarna Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð og í þriðja sinn á fjórum árum.

KR varð þar með fyrsta liðið í íslenskum körfuknattleik til þess að koma aftur eftir að hafa lent 0-2 undir í einvígi.
Kristín Björk Jónsdóttir, fyrirliði KR, varð ennfremur fyrsta konan til að taka við Íslandsbikarnum tvö ár í röð síðan að úrslitakeppni kvenna var sett fyrst á laggirnar 1993.


Atkvæðamestar hjá ÍS:
Meadow Overstreet 23 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar
Lovísa Guðmundsdóttir 16 stig, 9 fráköst
Alda Leif Jónsdóttir 13 stig, 9 stoðsendingar, 8 fráköst, 4 varin, 4 stolnir
Hafdís Helgadóttir 5 stig, 5 fráköst, 5 varin, 4 stoðsendingar
Þórunn Bjarnadóttir 5 stig, 9 fráköst

Atkvæðamestar hjá KR:
Guðbjörg Norðfjörð 16 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar, hitti úr 5 af 8 skotum og 4 af 4 vítum
Helga Þorvaldsdóttir 16 stig, 4 fráköst
Hildur Sigurðardóttir 15 stig, 4 fráköst, 4 stolnir
Carrie Coffman 9 stig, 17 fráköst, 4 stoðsendingar
Kristín Björk Jónsdóttir 8 stig
Gréta María Grétarsdóttir 4 stig, 5 fráköst


Heimildir teknar af www.kki.is

kveðja axel86