Vince Carter, Allen Iverson Trace McGrady, allir einir af skærustu ungu stjörnunum í dag slösuðust nýlega.

Carter hefur átt vandamál við hné alveg síðan í febrúar. Hann hefur misst af 7 leikjum í febrúar vegna þessa meiðsli þar á meðal stjörnuleiknum. Carter missti af leiknum í gær gegn Cleveland (94-80 fyrir Toronto) og mun missa af leiknum á morgun gegn Washington. Hérna er svo statistic um gengi Vince Carter í vetur.
Stig: 24.7
Fráköst: 5.2
Stoðsendingar: 4


Allen Iverson braut fingur í leik gegn Boston. Hann spilaði allan fyrri hálfleikinn með 22 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar. Þrátt fyrir að aðalstjörnuna vantaði sigruðu Sixers leikinn með 96 stigum gegn 91. Áætlað er að Iverson geti verið allt frá 4 til 6 vikum í burtu. Nú þegar fer að líða á enda tímabilsins og Sixers eru í baráttu við að komast í úrslitakeppnina og aðalstigamaskínuna vantar, þeim gekk ekkert allt of vel í byrjun tímabilsins og spurning hvort þeir komast í úrslitin.
Hérna er svo statistic um gengi Iverson í vetur.
Stig: 31.4
Fráköst: 4.5
Stoðsendingar: 5.5

Tracy McGrady, troðslarinn mikli, slasaðist á baki í tapleik gegn Charlotte (106-92). Hann slasaðist fyrir leikhlé og hafði skorað 11 stig. Hann var færður strax upp á sjúkrahús í röntgen myndatöku.
Orlando eru ágætlega staddir í deildinni og eru mjög margir aðrir leikmenn sem geta tekið af skarið hjá Orlando.
Statistikið hjá T-Mac
Stig: 25.4
Fráköst: 7.6
Stoðsendingar: 5.2

Greinilegt að Sixers tapar mest af þessu, aðallega vegna þess að Iverson er aðalgaurinn og hann er lengst í burtu.
<B>Azure The Fat Monkey</B>