Ég nenni ekki að fara yfir öllu skiptin hjá liðunum en hér eru nokkur stór nöfn að flakka.
Orlando: Spilaði til úrslita í fyrra og hafa fenigð V.Carter til sín en misstu Hedo Turkoglu til Toranto. Það verður fróðlegt að sjá hvort að Orlando munu bæta sig við þessi skipti en Hedo var frábær í úrlsittakeppnini.
Dallas: Hafa verið að bæta við sig mönum og fer þar S.marion fremstur í flokki. Hann ásamt Dirk,J.Howard og J.kidd eiga að geta komið þeim í úrslittakeppnina en hversu langt er spurning.
Portland: Sömdu við A.miller sem er traustur leikstjórnandi en það er einmitt það sem liðið þurfti og eiga þeir eftir að vera mjög góðir á næsta tímabili.
Lakers: Meistararnir styrktu sig einfaldlega. Þeir misstu Ariza til Houston sem var mikilvægur hlekkur í liðinu en fengu Ron Artest í staðinn og tók hann launalækkun til þess að spila fyrir Lakers. Þetta verður því aðeins sterkara lið en síðast og sé ég aðeins Spurs og Boston geta stopað það.
Detroit: Ætla ekki að fara að byggja upp lið alveg strax og fengu sér Ben Gordon frá Bulls og Charlie Villanueva frá Bucks og eiga þeir eftir að hleypa smá lífi í liðið.
Boston: Vita að þeira tími fer senn að vera búinn þar sem lykilmenn eru að nálgast eftirlauna aldur svo að þeir náðu sér í R.Wallace frá Detroit(annar reynslubolti) og ætla þeir sér að vinna hring og ekkert annað.
Spurs: Fengu R.jefferson nánast gefins frá Bucks og á hann eftir að styrkja liðið mikið svo fengu þeir líka reynsluboltan Antonio McDyess og ef Duncan og Ginobili ná að halda sér heilum þá verða þeir að berjast um titilin á næsta tímabili.
Cleveland: Hafa fengið eitt stykki Shaq til liðs við sig. Hann er auðvita ekki svipur og sjón miða við manninn sem vann þrjá titla með Lakers og jafnvel ekki eins góður þegar hann hjálpaði Wadde að ná sér í titil með Miami. Hann átti fínt tímabil með Suns og verður fróðlegt að sjá hvernig hann hjálpar King James(Lebron).
Svo er auðvita fullt af öðrum skiptum(Nba.com) en þetta er það helsta.
Eins og staðan er í dag þá sér maður
Lakers og Spurs berjast um vesturstrandar titilinn þótt að Denver,Portland,Dallas og jafnvel Hornets munu reyna að stríða þeim á meðan að Orlando,Cleveland og Boston eru líkleg austastrands megin með Washington,Heat,Toranto og jafnvel Atlanta að stríða þeim.
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt