Lélegu liðinn eru farinn og eftir standa kóngarnir og skiptur litlu hvað lið fara í úrslit það verða spennandi einvígi.
Austur strönd.
Cleveland - Orlando
Hér erum við að tala um Lebron sem vann MVP og er undrabarn og á möguleika á að vera talinn besti körfuboltamaður allra tíma(já, betri en Jordan ég sá Jordan spila oft og verð að segja að Lebron er að nálgast hann). Cleveland unnu fyrstu 8 leikina sína í úrslitakeppnina mjög létt og virðast vera líklegir til afreka. Þeir eru sterkir varnarlega og eru með Lebron í sóknini sem þíðir að þeir geta skorað.
En hvað gerist þegar þeir mæta Orlando? Orlando hafa einn besta miðherja deildarninar og varnamans ársins(Howard) og svo Hedo og Lewis sem aðstoða við að skora og þá er þetta fínt lið.
Ég er á því að Cleveland vinni þetta 4-3 í hörkueinvígi.
Vestur strönd.
Lakers-Denver
Nú hafa Denver verið að spila frábærlega í úrslitakeppnini á meðan að Lakers hafa ekki verið sanfærandi, en skiptir það einhverju máli?
Lakers hafa enþá Kobe(sem mér finnst besti leikmaður heims) og með honum er stjörnuleikmaðurinn Gasol, ungi miðherjin Bynum og jojo kallinn Odom sem stundum er besti maður vallarins og stundum eins og að áhorfandi hafi villst inná völlinn. Þetta er lið sem hefur vantað blóðbragðið og er stundum eins og þeir nenna þessu ekki. Þeir annað hvort vinna létilega eða tapa léltilega og það er eins og þeim sé alveg sama hvernig fer.
Denver er mikið stemnings lið sem gefur sig 100% í alla leiki. Þeir eru með Billups til þess að stjórna leiknum, Carmleo sem aldrei hefur spilað betur og baratújaxla undir körfuni í K.martin,Nene og fuglamanninum(Chris Anderson sem er með hárið uppí loft og sést varla í húð fyrir bleki).
Þetta verður frábært einvígi en ég tel að Lakers hafa einfaldlega meiri hæfileika og klára þetta 4-3.
Nú eru fyrstu leikirnir búnir og voru þeir frábærir
Lakers - Denver 105-103. Denver var yfir nánast allan tíman og Carmelo átti sin besta körfubolta leik á ferlinum en Kobe sá til þess að Lakers náði að klóra sig til baka eftir að hafa verið undir og skoraði 18 stig í 4.leikhluta.
Denver verður örugglega fúlir með að tapa þessum leik og tel ég að það verði mjög mikilvægt fyrir þá að vinna leik númer 2(í nótt þegar þetta er skrifað) til þess að halda sér í einvíginu(ég spái því að þeir geri það).
Cleveland-Orlando 106-107.
Lebron með stórleik 49 stig og Cleveland náði 16 stiga forskoti í fyrihálfleik(15 stig í hálfleik) en náði samt ekki að klára leikinn. Þetta var ótrúlega skemmtilegur leikur sem réðist á síðustu sek og verður gaman að sjá hvað Cleveland gerir í næsta leik.
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt