21 leikmanni var skipt milli liða rétt áður en fresturinn til að gera mannabreytingar rann út.
Skiptin hljóða svo
Milli Chicago og Indiana
Indiana fær:
Ron Mercer
Ron Artest
Brad Miller og
Kevin Ollie
Chicago fær:
Jalen Rose
Travis Best
Norman Richardson og
nýliðavalrétt í annarri umferð
Að mínu mati eru þessi skipti bara nokkuð sanngjörn, þó held ég að Indiana græði aðeins meira á þeim. Þeir fá þarna alvöru miðherja sem Brad Miller er og fá góðan sóknarleikmann í Mercer og góðan varnarleikmann í Artest.
Chicago fær besta manninn í skiptunum(Rose) sem mun væntanlega taka um 50% skota þeirra(ja, eða svona næstum þvi), og loksins fá þeir góðan “alvöru” leikstjórnanda í Best síðan B.J. Armstrong var upp´á sitt besta. En hver á að spila Center? Er Curry tilbúinn?
Milli Boston og Phoenix
Boston fær:
Rodney Rogers og
Tony Delk
Phoenix fær:
Joe Johnson
Milt Palacio og
Randy Brown
Phoenix er þarna að hugsa um framtíðina með að fá Johnson, en munu vekjast í styrkleika.
Boston fær tvo góða leikmenn með reynslu sem munu koma af bekknum hjálpa liðinu mikið í úrslitakeppninni.
Milli Dallas og Denver
Dallas fær:
Nick Van Exel
Avery Johnson
Raef LaFrentz og
Tariq Abdul-Wahad
Denver fær:
Tim Hardaway
Juwan Howard
Donnell Harvey og
valrétt í fyrstu umferð
Vá, þetta er algjör stuldur hjá Dallas! Ég hefði nú frekar haft Van Exel og LaFrentz í fýlu hjá mér en að henda þeim fyrir þetta. Howard hefur verið að standa sig vel hjá Dallas en hann og Hardaway(sem er á síðustu dropunum á ferli sínum) eru alltof lítið.
Milli Minnesota og Golden State
Minnesota fær:
Marc Jackson
Golden State:
Dean Garrett og
valrétt í annarri umferð
Loksins er Marc Jackson laus frá Golden State, en hann hefur verið í fýlu síðan félagið leyfði honum ekki að fara til Houston. Hann ætti að geta hjálpað Minnesota, þar sem miðherjastaðan hjá þeim er ekki svo sterk.
Warriors gera þessi skipti einungis til að losna við Jackson, en Garrett hefur reynslu og getur reynst þeim ágætlega.