Ég ætla aðeins að fjalla snöggt um liðið sem eru kominn áfram og hverjar eru líkurnar á því að þau vinni titilinn.
Austurdeild.
Cleveland
Eru búnir að vera frábærir í ár. Lebron er að spila stórkostlegt tímabil og aukaleikararnir(MO Williams,Delton west, varejao og Ilgauskas) að standa sig. Þeir eru með besta árangurinn í deildini og eru líklegir til afreka. Þeir eru byrjaðir að spila vörn og eru með ein sterkasta heimavöllinn í deildini.´(komast í úrslit austurstrandar megin)
Boston
Meistararnir eru búnir að vera að lenda í vandræðum með meiðsli og ber þá helst að nefna Garnett. Þeir eru ekki að spila alveg eins vel og á síðasta tímabili og bekkurinn er ekki alveg eins sterkur en þetta er reynslubolta lið með þrjá tilvonandi heiðurshallar meðlimi þanig að maður myndi aldrei afskrifa þá.(ég spái að þeir vinni austrið)
Orlando
Eru búnir að vera góðir og er það aðalega D.Howard að þakka sem er besti miðherji deildarinar. En þeir misstu manninn sem var að hjálpa honum hvað mest J.Nelson(meiddur) og tel ég að það á eftir að há þeim mikið.(undanúrslit austan megin)
Atlanta
Enþá ungir, enþá spennandi en enþá ekki tilbúnir til þess að geta eithvað af viti. Joe Johnson, J.smith og M.Bibby eru hörkuleikmenn en það vantar eithvað meira í þetta lið til þess að þeir teljast líklegir til þess að stríða Cleveland,Boston eða Orlando. (detta út í 8.liða úrslitum).
Miami
Ættu að breytta nafninu í Wadde. Því að hann er að bera þetta lið á herðunum og hefur verið frábær á tímabilinu. Þeir gera lítið í úrslitakeppnini en ég tel að Wadde vinni eina seríu aleinn(undanúrslit austurdeild).
76ers
Þetta átti að vera þeira tímabilið til þess að komast aftur ú fremstu röð. Þeir stóðu sig vel tímabilið áður og bættu við Elton Brand í PF stöðuna. En viti menn liðið spilaði illa til að byrja með og svo meiðist Brand út tímabilið og því má segja að þeir munu ekki gera mikið.(detta strax út)
Bulls
jæja þeir eru þó komnir í úrslittakeppnina og eru komnir með flottan leikstjórnanda(D.rose) og eru ágætlega mannaðir en eins og svo oft áður þá detta þeir strax út.
Detroit
Þeir ætluðu að vera að berjast um titilinn. Léttu Billups frá sér og fengu sér eitt stiki Iverson til þess að skora og svo áttu hinir að spila vörn(oki Hamilton og Wallace máttu líka skora). Iverson blandaðist illa við hóppinn og fór eiginlega í fýlu því hann var í fyrsta skipti ekki aðalmaðurinn í liðinu og þetta tímabil fór eiginlega í rugl. detta strax út.
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt