Njarðvíkingar eru bikarmeistarar karla 2002, eftir 79-86 sigur á KR í úrslitaleik bikarkeppni KKÍ & Doritos. KR hafði frumkvæðið framan af leiknum, en í síðari hálfleik komu Njarðvíkingar ákveðnir til leik, jöfnuðu, komust yfir og tryggðu sér öruggan sigur.

KR komst í 26-10 í fyrsta leikhluta og staðan var 26-16 eftir fyrsta fjórðunginn. Í leikhléi höfðu KR-ingar 9 stig yfir 48-39 en forskot þeirra var aðeins 5 stig þegar lokafjórðungurinn hófst. Njarðvík gerði fyrstu 7 stigin á næstu mínútum og komst yfir. Leikurinn var síðan í jafnvægi næstu mínútur en Njarðvík náði aftur forystu með því að skora 7 stig í röð. Maður leiksins var tvímælalaust Logi Gunnarson því að hann hélt liði sínu inni í leiknum með endalausum 3 stiga körfum og góðri baráttu.

Leikurinn var mjög skemmtilegur, jafn og spennandi, en niðurstaðan er sú að Njarðvíkingar eru bikarmeistarar 2002.



Í kvennaflokknum sigraði KR UMFN í bikarúrslitaleik kvenna í framlengdum spennuleik í Laugardalshöll í dag. Lokatölur voru 81-74, en eftir venjulegan leiktíma var staðan 68-68. Ebony Williams var stigahæst í liði Njarðvíkinga með 27 stig.


Sú nýlunda var í sjónvarpsútsendingu Sýnar á bikarúrslitaleik karla að dómarar leiksins verð með hljóðnema á sér sem tengdir verða við útsendingu Sýnar.
Þessi beiðni kom frá Sýn og að vel athuguðu máli var ákveðið að prófa þetta og vissu leikmenn beggja liða af þessu.
Dómararnir voru þó ekki í loftinu allan tímann heldur hækkuðu og lækkuðu tæknimenn eftir því sem þeir vildu.

Kveðja axel86