Michael Jordan með 41 stig ( enn eina ferðina ) Dan Majerle fékk á sig þrjár villur á minna en mínútu þegar hann var að reyna að dekka Michael Jordan. Hann kvartaði yfir fyrstu tveim en labbaði svo hljóðlátur í átt að bekknum. Leikmenn Phoenix spiluðu eins og þeir voru hræddir við Michael nema að Dan Majerle gamli jaxlinn hjá þeim var sá eini sem reyndi eitthvað á móti goðinu. Jordan hitti úr 17 af 30 skotum og átti 7 stoðsendingar og spilaði 40 mínútur. Hann hefur ekki spilað svo mikið í leik lengi. Michael sagði um Dan Majerle “Við höfum lent í erfiðum bardögum í gegnum tíðina. Hann er líklega eini leikmaðurinn á svipuðu reki og ég sem getur spilað á móti mér. Það var gott að sjá gamla kallinn aftur”. Chris Whitney hjálpaði Jordan með því að skora 15 stig og senda 8 stoðsendingar og Popeye Jones var með 10 stig og 12 stoðsendingar. Það er greinilegt hvað Michael hjálpar liðinu mikið. Þeir eru nú þegar búnir að vinna tveimur leikjum meira en í fyrra og eru 21-20 en enduðu seinasta tímabil 19-63 ef þeir halda áfram á þessari siglingu fáum við kannski að sjá þá í úrslitakeppninni í fyrsta skipti í MJÖG LANGAN TÍMA !!!! Það verður spennandi að sjá hvernig þetta verður allt saman. Að sjálfsögðu verður Michael Jordan like með í stjörnuleiknum í 13 skipti.