
Bæði Michael Jordan & Tim Duncan spiluðu illa fyrstu þrjá leikhlutanna en munurinn var sá að Duncan komst í gang í þeim seinasta en Jordan ekki. Duncan skoraði 16 af 22 stigum sínum í seinasta leikhluta en Jordan fór aldrei í gang.
Stóri munurinn var hins vegar að Charles Smith var að dekka Jordan. Þjálfari San Antonio sagði við hann fyrir leikinn, góðu fréttirnar eru að þú færð að byrja leikinn en þær slæmu eru að þú átt að dekka Michael Jordan. Charles Smith spilaði hörkuvörn á Jordan sem komst aldrei í gang og Washington töpuðu sínum þriðja leik í röð. Það sást á leik liðsins að þeir eru farnir að þreytast.